Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar 19. janúar 2026 08:53 Í dag hefjast hinir árlegu Læknadagar. Fyrsti dagurinn er að þessu sinni tileinkaður áhrifum áfengis á heilsu. Af því tilefni er rétt að minna á þá auknu hættu á krabbameinum sem áfengi veldur. Áfengi eykur áhættu á að minnsta kosti sjö tegundum krabbameina og hefur verið flokkað sem krabbameinsvaldandi efni hjá IARC (International Agency for Research on Cancer) frá 1988. Að minnsta kosti sjö tegundir krabbameina tengjast áfengisneyslu en það eru brjóstakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein, vélindakrabbamein, lifrarkrabbamein, munnhols-, kok- og hálskrabbamein og krabbamein í barkakýli. Ekkert magn áfengis er talið hættulaust. Sambandið er nokkuð línulegt, þeim mun meira sem drukkið er þeim mun meiri er áhættan. Niðurbrotsefni etanóls, sem nefnist acetaldehýð, er krabbameinsvaldandi og því skiptir ekki máli hvaða áfengistegund er innbyrgð, léttvín er ekki minni skaðvaldur en sterkt áfengi. Auk þess eykur áfengi framleiðslu estrógens í vefjum og eykur því áhættu á brjóstakrabbameinum, sér í lagi hormónatengdum (estrógenviðtaka-jákvæðum) brjóstakrabbameinum hjá konum eftir breytingaskeiðið. Heildaráhætta (e. absolute risk) á því að fá eitt af þessum sjö áfengistengdu krabbameinum eykst um 5% hjá konum og 3% hjá körlum ef neytt er um tveggja drykkja á dag samanborið við minna en 1 drykk á viku. Ísland í samanburði við önnur Evrópulönd Árið 2025 kom út skýrsla á vegum OECD sem bar saman áhættuþætti krabbameina í Evrópusambands- og EES löndum og má þar sjá að Íslendingar standa betur að vígi þegar kemur að áfengisneyslu en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Íslendingar neyta um 7,5 lítra af vínanda á íbúa á ári sem er mun lægra en meðaltal Evrópulanda sem er um 10,3 lítrar. Fyrir vikið eru einungis um 6% krabbameina tengd áfengisneyslu á Íslandi en hlutfallið er mun hærra í Evrópu eða um 12%. Því ber að hrósa stjórnvöldum fyrir að hafa haldið vel utan um þennan málaflokk í gegnum árin. Blikur á lofti Nú eru hins vegar blikur á lofti. Ef áfengissala verður gefin frjáls mun neysla áfengis aukast, það er vel þekkt frá öðrum löndum sem hafa gefið hana frjálsa. Gera má ráð fyrir að hún aukist um allt að 30% og gæti því farið yfir 10 lítra af vínanda á íbúa á ári. Þannig gæti hlutfall krabbameina sem tengjast áfengi aukist úr 6% í 12% og við því horft fram á árlega aukningu sem nemur 300 tilfellum á ári vegna áfengis. Það verður ekki auðvelt að fást við slíka aukningu, sér í lagi vegna þeirrar holskeflu krabbameinstilfella sem Íslendingar standa frammi fyrir á næstu 20 árum. Spár gera ráð fyrir því að heildarfjöldi krabbameinstilfella fari úr 2000 á ári upp í 3500 tilfelli árið 2045. Og hafa þær spár með engum hætti gert ráð fyrir því hvaða áhrif aukin áfengisneysla hefði, þ.e.a.s. verði sala áfengis gefin frjáls. Því er nauðsynlegt að þeir sem fara með völdin í þessu landi geri sér fulla grein fyrir afleiðingum þess að gefa sölu frjálsa og þeim kostnaði sem af því myndi hljótast. Það er mikilvægt að standa vörð um áhrifaríka áfengislöggjöf í landinu sem heftir aðgengi og bannar auglýsingar. Að lokum vil ég benda á opið málþing miðvikudagskvöldið 21. Janúar kl. 20 í Silfurbergi í Hörpu þar sem almenningi gefst kostur á að mæta. Höfundur er krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítala, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Guðmundsdóttir o.fl. Spá um nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Læknablaðið 2024.110(7):354-359. Hahn o.fl. Effects of Alcohol Retail Privatization on Excessive Alcohol Consumption and Related Harms American Journal of Preventive Medicine 2012. 42 (4):418-427. OECD. Country cancer profile 2025. OECD. Health Statistics 2024. Sarich o.fl. Alcohol consumption, drinking patterns and cancer incidence in an Australian cohort of 226,162 participants aged 45 years and over. BJC 2021;124(2):513-523. Stockwell o.fl. Estimating the public health impact of disbanding a government alcohol monopoly: application of new methods to the case of Sweden. BMC Public Health. 2018;18(1):1400. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Áfengi Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í dag hefjast hinir árlegu Læknadagar. Fyrsti dagurinn er að þessu sinni tileinkaður áhrifum áfengis á heilsu. Af því tilefni er rétt að minna á þá auknu hættu á krabbameinum sem áfengi veldur. Áfengi eykur áhættu á að minnsta kosti sjö tegundum krabbameina og hefur verið flokkað sem krabbameinsvaldandi efni hjá IARC (International Agency for Research on Cancer) frá 1988. Að minnsta kosti sjö tegundir krabbameina tengjast áfengisneyslu en það eru brjóstakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein, vélindakrabbamein, lifrarkrabbamein, munnhols-, kok- og hálskrabbamein og krabbamein í barkakýli. Ekkert magn áfengis er talið hættulaust. Sambandið er nokkuð línulegt, þeim mun meira sem drukkið er þeim mun meiri er áhættan. Niðurbrotsefni etanóls, sem nefnist acetaldehýð, er krabbameinsvaldandi og því skiptir ekki máli hvaða áfengistegund er innbyrgð, léttvín er ekki minni skaðvaldur en sterkt áfengi. Auk þess eykur áfengi framleiðslu estrógens í vefjum og eykur því áhættu á brjóstakrabbameinum, sér í lagi hormónatengdum (estrógenviðtaka-jákvæðum) brjóstakrabbameinum hjá konum eftir breytingaskeiðið. Heildaráhætta (e. absolute risk) á því að fá eitt af þessum sjö áfengistengdu krabbameinum eykst um 5% hjá konum og 3% hjá körlum ef neytt er um tveggja drykkja á dag samanborið við minna en 1 drykk á viku. Ísland í samanburði við önnur Evrópulönd Árið 2025 kom út skýrsla á vegum OECD sem bar saman áhættuþætti krabbameina í Evrópusambands- og EES löndum og má þar sjá að Íslendingar standa betur að vígi þegar kemur að áfengisneyslu en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Íslendingar neyta um 7,5 lítra af vínanda á íbúa á ári sem er mun lægra en meðaltal Evrópulanda sem er um 10,3 lítrar. Fyrir vikið eru einungis um 6% krabbameina tengd áfengisneyslu á Íslandi en hlutfallið er mun hærra í Evrópu eða um 12%. Því ber að hrósa stjórnvöldum fyrir að hafa haldið vel utan um þennan málaflokk í gegnum árin. Blikur á lofti Nú eru hins vegar blikur á lofti. Ef áfengissala verður gefin frjáls mun neysla áfengis aukast, það er vel þekkt frá öðrum löndum sem hafa gefið hana frjálsa. Gera má ráð fyrir að hún aukist um allt að 30% og gæti því farið yfir 10 lítra af vínanda á íbúa á ári. Þannig gæti hlutfall krabbameina sem tengjast áfengi aukist úr 6% í 12% og við því horft fram á árlega aukningu sem nemur 300 tilfellum á ári vegna áfengis. Það verður ekki auðvelt að fást við slíka aukningu, sér í lagi vegna þeirrar holskeflu krabbameinstilfella sem Íslendingar standa frammi fyrir á næstu 20 árum. Spár gera ráð fyrir því að heildarfjöldi krabbameinstilfella fari úr 2000 á ári upp í 3500 tilfelli árið 2045. Og hafa þær spár með engum hætti gert ráð fyrir því hvaða áhrif aukin áfengisneysla hefði, þ.e.a.s. verði sala áfengis gefin frjáls. Því er nauðsynlegt að þeir sem fara með völdin í þessu landi geri sér fulla grein fyrir afleiðingum þess að gefa sölu frjálsa og þeim kostnaði sem af því myndi hljótast. Það er mikilvægt að standa vörð um áhrifaríka áfengislöggjöf í landinu sem heftir aðgengi og bannar auglýsingar. Að lokum vil ég benda á opið málþing miðvikudagskvöldið 21. Janúar kl. 20 í Silfurbergi í Hörpu þar sem almenningi gefst kostur á að mæta. Höfundur er krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítala, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Guðmundsdóttir o.fl. Spá um nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Læknablaðið 2024.110(7):354-359. Hahn o.fl. Effects of Alcohol Retail Privatization on Excessive Alcohol Consumption and Related Harms American Journal of Preventive Medicine 2012. 42 (4):418-427. OECD. Country cancer profile 2025. OECD. Health Statistics 2024. Sarich o.fl. Alcohol consumption, drinking patterns and cancer incidence in an Australian cohort of 226,162 participants aged 45 years and over. BJC 2021;124(2):513-523. Stockwell o.fl. Estimating the public health impact of disbanding a government alcohol monopoly: application of new methods to the case of Sweden. BMC Public Health. 2018;18(1):1400.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun