Innlent

Eld­gos á næstu vikum enn lík­legasta niður­staðan

Kjartan Kjartansson skrifar
Kvika safnast enn undir Svartsengi.
Kvika safnast enn undir Svartsengi. Vísir/Vilhelm

Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð.

Kvikusöfnunin er sögð hæg en stöðug líkt og undanfarnar vikur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Á meðan hún haldi áfram og þrýstingur í kerfinu hækki sé kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundnhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.

Síðast gaus þar í júlí. Veðurstofan segir að búa má við að nýtt gos yrði sambærilegt þeim sem hafa þegar orðið á gígaröðinni.

Skjálftavirkni hefur einnig verið stöðug. Skjálftar mælast helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells suður af Þorbini og á Víkum. Flestir þeirra eru undir 1,5 að stærð.


Tengdar fréttir

Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn.

Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi

Enn er landris og kvikusöfnun við Svartsengi og því enn líkur á kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. Kvikusöfnun er enn nokkuð hæg og því töluverð óvissa um tímasetningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×