Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2026 10:17 Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Stöðug neikvæð orðræða hefur raunverulegar afleiðingar. Hún grefur undan trausti – ekki aðeins til stjórnvalda eða stofnana, heldur líka hvers okkar til annars. Hún skapar tilfinningu um að ekkert skipti máli og að ekkert virki. Hún dregur úr þátttöku, frumkvæði og von. Og það sem er kannski alvarlegast: hún kennir börnum okkar að samfélagið þeirra sé fyrst og fremst vandamál, en ekki sameiginlegt verkefni sem þau eru hluti af. Íslenskt samfélag er ekki fullkomið. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum, en við erum líka samfélag með sterkar stoðir. Samfélag þar sem fólk sýnir samstöðu í verki, þar sem sjálfboðaliðar halda uppi íþróttafélögum og þar sem kennarar og heilbrigðisstarfsfólk mætir á hverjum degi til að gera sitt besta, oft við mjög krefjandi aðstæður. Að benda á þetta er ekki bjartsýni, heldur raunsæi. Heilbrigð orðræða felst ekki í því að fegra veruleikann, heldur að varpa á hann ljósi. Orð skipta máli og það hvernig við tölum um samfélagið mótar hvernig fólk upplifir það. Við þurfum orðræðu sem dregur fólk með í vegferðina, ekki frá henni. Orðræðu sem sameinar frekar en að sundra, viðurkennir áskoranir en gleymir ekki styrkleikunum. Þannig byggjum við upp traust, styrkjum lýðræðið og tryggjum að Ísland verði áfram samfélag þar sem fólk trúir á framtíðina – saman. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Stöðug neikvæð orðræða hefur raunverulegar afleiðingar. Hún grefur undan trausti – ekki aðeins til stjórnvalda eða stofnana, heldur líka hvers okkar til annars. Hún skapar tilfinningu um að ekkert skipti máli og að ekkert virki. Hún dregur úr þátttöku, frumkvæði og von. Og það sem er kannski alvarlegast: hún kennir börnum okkar að samfélagið þeirra sé fyrst og fremst vandamál, en ekki sameiginlegt verkefni sem þau eru hluti af. Íslenskt samfélag er ekki fullkomið. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum, en við erum líka samfélag með sterkar stoðir. Samfélag þar sem fólk sýnir samstöðu í verki, þar sem sjálfboðaliðar halda uppi íþróttafélögum og þar sem kennarar og heilbrigðisstarfsfólk mætir á hverjum degi til að gera sitt besta, oft við mjög krefjandi aðstæður. Að benda á þetta er ekki bjartsýni, heldur raunsæi. Heilbrigð orðræða felst ekki í því að fegra veruleikann, heldur að varpa á hann ljósi. Orð skipta máli og það hvernig við tölum um samfélagið mótar hvernig fólk upplifir það. Við þurfum orðræðu sem dregur fólk með í vegferðina, ekki frá henni. Orðræðu sem sameinar frekar en að sundra, viðurkennir áskoranir en gleymir ekki styrkleikunum. Þannig byggjum við upp traust, styrkjum lýðræðið og tryggjum að Ísland verði áfram samfélag þar sem fólk trúir á framtíðina – saman. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar