Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 22. janúar 2026 07:01 Hvað er að leiðast? Ef manni leiðist er líðanin gjarnan þannig að maður hafi ekkert skemmtilegt eða uppbyggilegt fyrir stafni. Engir samfélagsmiðlar, engir snjallsímar, ekkert sem grípur hugann eða enginn til að vera með og tala við. En þá gleymist oft að maður hefur jú alltaf sjálfan sig og hugsanir sínar sem bjóða upp á óendanlega möguleika. Mannshugurinn er margslunginn Það gerir öllum gott að taka sér tíma á degi hverjum til að vera einn með sjálfum sér. Dvelja með hugsunum sínum, standandi eða sitjandi, gónandi út í loftið eða með lokuð augun og bara hugsa. Um hvað er hægt að hugsa ef maður er einn og hefur ekkert annað sér til dægrastyttingar? Það er til dæmis hægt að hugsa um eitthvað skapandi, leita góðra hugmynda í hugarfylgsnum sínum, hugsa um eitthvað sem kallar á skipulag eða val. Að vera einn með hugsunum sínum býður jafnframt upp á möguleika til að auðga hugmyndaflugið. Til að átta sig betur á sjálfum sér, athuga hvort maður geti uppgötvað nýtt áhugamál, séð fyrir sér hvernig hægt væri að ljúka ókláruðum verkefnum, unnið í alls konar skipulagningu og þróunarvinnu. Umfram allt má velta fyrir sér hvaða ákvarðanir bíða og hvaða kostir eru í stöðunni. Einnig er upplagt þegar maður er einn og hefur ekkert að gera að hugsa um framtíðina, gera áætlanir. Sjálfsagt er að fara út og rölta. Martröð margra Að vera einn með sjálfum sér og hafa ekkert fyrir stafni reynist sumum hin versta martröð. Þeir verða eirðarlausir, skapvondir, pirraðir og neikvæðir. Foreldrar kvíða því stundum ef börn þeirra eiga lausar stundir fram undan. Sumum foreldrum finnst þeir ávallt þurfa að hafa tiltækt prógramm fyrir börnin til að halda þeim uppteknum svo þau kvarti ekki yfir leiða. Þetta ástand sem við köllum „að leiðast“ er neikvætt í eðli sínu. Þetta er ástand sem flestir vilja forðast eins og heitan eldinn. En í raun er þetta ástand mjög jákvætt. Það væri nær að finna því aðra sögn en „að leiðast“ eða finna annað lýsingarorð. Það er öllum gott að geta unað sér við eigin hugsanir, hafa ofan af fyrir sér. Það þróar „innri örvun“, sem bæti sköpunargáfu. Sálfræðingar hafa margsinnis bent á mikilvægi þess að fá stund með sjálfum sér hvort sem fólki leiðist eða ekki. Bent hefur verið á að það geti gagnast þroska barna að læra að njóta þess að vera einn með sjálfum sér. Aðeins með eigin hugsanir að leikfélaga. Að leiðast er ekki það sama og vera einmana Ekki er óalgengt að fólk rugli því saman að leiðast og vera einmana. Þetta er ekki það sama þótt vissulega kunni þeim sem eru einmana að leiðast oftar en þeim sem eru ekki einmana. Börn sem eru einmana eru oft vansæl vegna einmanaleikans og langar til að vera meira innan um aðra krakka. Þau langar til vera félagslega virkari en treysta sér ekki til þess af einhverjum ástæðum eða eru í aðstæðum sem bjóða ekki upp á samskipti eða félagsskap annarra. Einmana börn eru mjög líklega vön því að vera ein með sjálfum sér, dunda sér ein en þyrftu einmitt að komast í meiri félagsskap og tengsl við aðra krakka. Barn sem er dapurt vegna einmanaleika kallar á viðbrögð annarra ef barnið á ekki að þróa með sér neikvæða sjálfsmynd og fara að líta á sig sem leiðinleg og minna áhugaverða en aðra. Börn og unglingar sem þegar glíma við vanda á sviði depurðar, kvíða eða skertrar félagsfærni eru líklegri til að vera meira ein og upplifa einmanaleika. Börn sem sækja í einveru Hafa skal í huga að börn, eins og fullorðnir, eru misjöfn þegar kemur að þörfum fyrir og áhuga á félagslegum samskiptum. Sum börn sækja í einveru og finnst betra að slaka á við ýmis konar dundur heima við að loknum skóladegi. Ef barninu líður engu að síður almennt vel og á auðvelt með samskipti við aðra er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Viðbrögð foreldra Ef barn kvartar við foreldra undan því að leiðast geta foreldrar leiðbeint þeim og bent á að það er hægt að njóta þess að vera einn með eigin hugsunum. Að leiðast um stund er heldur ekki hættulegt ástand að neinu leyti og skaðar engan. Hér má vitna til orða sálfræðingsins Sherry Turkle sem sagði að þegar manni leiðist „kalli ímyndunaraflið á mann.“ Í bókinni Disconnected segir: „Að leiðast hefur svipuð áhrif á heilann og það að lyfta lóðum hefur á vöðvana.“ Við skulum því ekki líta á það sem vandamál þegar barninu leiðist heldur sem tækifæri til að hjálpa því að sökkva sér á kaf í hugsanir sínar sem eru hafsjór af spennandi ævintýrum. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hvað er að leiðast? Ef manni leiðist er líðanin gjarnan þannig að maður hafi ekkert skemmtilegt eða uppbyggilegt fyrir stafni. Engir samfélagsmiðlar, engir snjallsímar, ekkert sem grípur hugann eða enginn til að vera með og tala við. En þá gleymist oft að maður hefur jú alltaf sjálfan sig og hugsanir sínar sem bjóða upp á óendanlega möguleika. Mannshugurinn er margslunginn Það gerir öllum gott að taka sér tíma á degi hverjum til að vera einn með sjálfum sér. Dvelja með hugsunum sínum, standandi eða sitjandi, gónandi út í loftið eða með lokuð augun og bara hugsa. Um hvað er hægt að hugsa ef maður er einn og hefur ekkert annað sér til dægrastyttingar? Það er til dæmis hægt að hugsa um eitthvað skapandi, leita góðra hugmynda í hugarfylgsnum sínum, hugsa um eitthvað sem kallar á skipulag eða val. Að vera einn með hugsunum sínum býður jafnframt upp á möguleika til að auðga hugmyndaflugið. Til að átta sig betur á sjálfum sér, athuga hvort maður geti uppgötvað nýtt áhugamál, séð fyrir sér hvernig hægt væri að ljúka ókláruðum verkefnum, unnið í alls konar skipulagningu og þróunarvinnu. Umfram allt má velta fyrir sér hvaða ákvarðanir bíða og hvaða kostir eru í stöðunni. Einnig er upplagt þegar maður er einn og hefur ekkert að gera að hugsa um framtíðina, gera áætlanir. Sjálfsagt er að fara út og rölta. Martröð margra Að vera einn með sjálfum sér og hafa ekkert fyrir stafni reynist sumum hin versta martröð. Þeir verða eirðarlausir, skapvondir, pirraðir og neikvæðir. Foreldrar kvíða því stundum ef börn þeirra eiga lausar stundir fram undan. Sumum foreldrum finnst þeir ávallt þurfa að hafa tiltækt prógramm fyrir börnin til að halda þeim uppteknum svo þau kvarti ekki yfir leiða. Þetta ástand sem við köllum „að leiðast“ er neikvætt í eðli sínu. Þetta er ástand sem flestir vilja forðast eins og heitan eldinn. En í raun er þetta ástand mjög jákvætt. Það væri nær að finna því aðra sögn en „að leiðast“ eða finna annað lýsingarorð. Það er öllum gott að geta unað sér við eigin hugsanir, hafa ofan af fyrir sér. Það þróar „innri örvun“, sem bæti sköpunargáfu. Sálfræðingar hafa margsinnis bent á mikilvægi þess að fá stund með sjálfum sér hvort sem fólki leiðist eða ekki. Bent hefur verið á að það geti gagnast þroska barna að læra að njóta þess að vera einn með sjálfum sér. Aðeins með eigin hugsanir að leikfélaga. Að leiðast er ekki það sama og vera einmana Ekki er óalgengt að fólk rugli því saman að leiðast og vera einmana. Þetta er ekki það sama þótt vissulega kunni þeim sem eru einmana að leiðast oftar en þeim sem eru ekki einmana. Börn sem eru einmana eru oft vansæl vegna einmanaleikans og langar til að vera meira innan um aðra krakka. Þau langar til vera félagslega virkari en treysta sér ekki til þess af einhverjum ástæðum eða eru í aðstæðum sem bjóða ekki upp á samskipti eða félagsskap annarra. Einmana börn eru mjög líklega vön því að vera ein með sjálfum sér, dunda sér ein en þyrftu einmitt að komast í meiri félagsskap og tengsl við aðra krakka. Barn sem er dapurt vegna einmanaleika kallar á viðbrögð annarra ef barnið á ekki að þróa með sér neikvæða sjálfsmynd og fara að líta á sig sem leiðinleg og minna áhugaverða en aðra. Börn og unglingar sem þegar glíma við vanda á sviði depurðar, kvíða eða skertrar félagsfærni eru líklegri til að vera meira ein og upplifa einmanaleika. Börn sem sækja í einveru Hafa skal í huga að börn, eins og fullorðnir, eru misjöfn þegar kemur að þörfum fyrir og áhuga á félagslegum samskiptum. Sum börn sækja í einveru og finnst betra að slaka á við ýmis konar dundur heima við að loknum skóladegi. Ef barninu líður engu að síður almennt vel og á auðvelt með samskipti við aðra er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Viðbrögð foreldra Ef barn kvartar við foreldra undan því að leiðast geta foreldrar leiðbeint þeim og bent á að það er hægt að njóta þess að vera einn með eigin hugsunum. Að leiðast um stund er heldur ekki hættulegt ástand að neinu leyti og skaðar engan. Hér má vitna til orða sálfræðingsins Sherry Turkle sem sagði að þegar manni leiðist „kalli ímyndunaraflið á mann.“ Í bókinni Disconnected segir: „Að leiðast hefur svipuð áhrif á heilann og það að lyfta lóðum hefur á vöðvana.“ Við skulum því ekki líta á það sem vandamál þegar barninu leiðist heldur sem tækifæri til að hjálpa því að sökkva sér á kaf í hugsanir sínar sem eru hafsjór af spennandi ævintýrum. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar