Innlent

Tvö pör hand­tekin grunuð um líkams­á­rásir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nokkuð var um mál tengd líkamsárásum á borði lögreglunnar í nótt.
Nokkuð var um mál tengd líkamsárásum á borði lögreglunnar í nótt. Vísir/Vilhelm

Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða.

Þau voru handtekin í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem sér um verkefni í Hafnarfirði og Garðabæ.

Í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem nær yfir Miðborgina, Vesturbæ, Austurbæ, og Seltjarnarnes, voru tveir menn handteknir grunaðir um húsbrot og líkamsárás.

Í miðbænum var maður handtekinn fyrir að hrækja á löglegluþjón.

Og í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sér um Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes, var maður kærður fyrir líkamsárás og eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×