Innlent

Rúm­lega tvö­hundruð skjálftar við Lamba­fell í Þrengslum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þrengslavegur með Litla-Sandfell í bakgrunni. 
Þrengslavegur með Litla-Sandfell í bakgrunni.  Vísir/Egill

Skjálftahrina hefur verið í gangi frá því síðdegis í gær við Lambafell sem er vestur af Þrengslum. Stærsti skjálftinn hingað til hefur mælst þrjú stig að stærð. 

Sá stóri reið yfir klukkan tvö í nótt og síðan þá hefur enginn orðið stærri en tvö stig. Skjálftarnir hafa fundist vel í byggð á höfuðborgarsvæðinu segir Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Jarþrúður segir að skjálftar á þessum slóðum séu algengir og að engin merki sjáist um gosvirkni á svæðinu í þetta sinn. Hún segir erfitt að segja til um hvort hrinan sé í rénun en þó virðist hafa hægst á síðustu klukkutímana. Veðurstofan fylgist þó áfram vel með þróuninni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×