Innlent

Boðuð í þing­sal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þorgerður Katrín var að horfa á leikinn, eins og stærsti hluti þjóðarinnar.
Þorgerður Katrín var að horfa á leikinn, eins og stærsti hluti þjóðarinnar. Vísir/Anton Brink

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins heyra í sér á Alþingi þegar sá síðarnefndi lagði fram breytingatillögu um útlendingafrumvarp sem greidd voru atkvæði um í þingsal á versta tíma, yfir landsleik Íslands og Slóveníu í handbolta.

Líkt og alþjóð veit skipti leikurinn sköpum fyrir Ísland og drauminn um undanúrslitin, sem rættist. Þorgerður Katrín hefur fylgst vel með landsliðinu enda sonurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson allt í öllu í liði Íslands.

Verið var að greiða atkvæði um afbrigði til að heimila framlagningu breytingartillögu frá Brynjari við frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga, afturköllun alþjóðlegrar verndar. Því þurfti að greiða atkvæði í dag. Á versta tíma.

Þingmenn voru boðaðir í þingsal í síðari hálfleik hins mikilvæga leiks þegar spennan var altumlykjandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hvíslaði í eyru Þorgerðar: „Þú getur þakkað Brynjari Níelssyni þetta!“ og kallaði utanríkisráðherrann þá til Brynjars: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×