Innlent

Hótaði málþófi vegna veiða sem tengda­sonurinn stundar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag.

Frumvarpið miðar að því að afnema aflamarksstjórn á grásleppu og er Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrsti flutningsmaður. Þar er gert ráð fyrir því að kvótakerfi sem komið var á 2024 með grásleppu verði lagt af og hið gamla dagakerfi tekið upp að nýju. Landssamband grásleppuútgerða hefur lýst sig andvígt afnáminu. Lilja Rafney sagði sig úr VG á sínum tíma vegna kvótasetningarinnar.

Geti rætt útlendingamálin fram á kvöld

Jón Gunnarsson steig upp í pontu í umræðum um fundarstjórn forseta þegar þingfundur hófst klukkan 13:00. Þar ræddi hann málið sem er á dagskrá þingsins í dag, á eftir umræðu um útlendingalög.

„Ég hef farið yfir það hér í morgun og fleiri reyndar yfir athugasemdir okkar við það að svokallað grásleppufrumvarp skuli vera á dagskrá í dag. Það er margt að í vinnslu þess máls og hér er mikilvægt mál fyrir marga aðila, það eru nokkrir grásleppusjómenn þegar farnir á sjó á grundvelli þeirra laga sem unnið er eftir núna, aðrir eru að gera sig klára að fara á sjó eftir helgina,“ sagði Jón.

Hann er vel tengdur inn í samfélag grásleppusjómanna en tengdasonur hans rekur grásleppuútgerð á Siglufirði, að því er fram kom í umfjöllun Heimildarinnar á sínum tíma. Jón segir á þingi nú að víða sé beðið eftir þessum mögulegu breytingum á kerfinu.

„Það er því víða sem er beðið eftir þessu og ég vil fagna því að það sé eitthvert samtal í gangi núna milli þingflokksformanna um þetta mál og þá væntanlega í framhaldi fundur með þingforseta til að skoða þá beiðni okkar og óskir, til að halda hér friðinn í þessum þingsal, að þá verði þetta mál kallað til baka, það er að segja ekki haft á dagskrá þingsins í dag,“ segir Jón.

„Ég vona að það verði niðurstaðan en það er alveg ljóst virðulegur forseti að þetta er eitt af þeim málum sem býr til leiðindi hér í þinginu, og við höfum engin önnur úrræði þá í minnihlutanum annað en þá að halda hér áfram út þennan dag, út þetta kvöld umræðum um útlendingafrumvarpið, sem annars getur farið héðan í tilölulega góðri sát ttil nefndar í annarri og þriðju ti lað fjalla hér um þær góðu breytingartillögur sem við Sjálfstæðismenn lögðum fram við það mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×