Innlent

Aug­lýsa forskráningu í skóla í Grinda­vík

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bærinn athugar hversu margir nemendur kæmu til með að sækja Grunnskóla Grindavíkur.
Bærinn athugar hversu margir nemendur kæmu til með að sækja Grunnskóla Grindavíkur. Vísir/Vilhelm

Grindavíkurbær auglýsir forskráningu í leik- og grunnskóla fyrir haustið 2026. Ætlunin er að kanna eftirspurn.

Í tilkynningu á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að markmiðið með forskráningu í leik- og grunnskóla bæjarins sé að kanna raunverulega eftirspurn og hvort raunhæft sé að halda úti skólastarfi í bænum næsta haust.

Ákvörðunin um að hefja skólahald að nýju verði ekki tekin nema næg þátttaka fáist til að halda úti faglegu skólastarfi í öruggu umhverfi. 

Skráningin sé ekki bindandi og stendur yfir til og með 15. febrúar.

Ekki hefur verið skólahald í Grindavíkurbæ í tæp þrjú ár. Tíð eldgos leiddu til þess að fjöldi íbúa yfirgaf bæinn en um níu hundruð eru með lögheimili sitt skráð í Grindavík en ekki nema fjögur hundruð þeirra eru með fasta búsetu þar.


Tengdar fréttir

Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík

Þrjátíu til fjörutíu fasteignir sem urðu fyrir altjóni í jarðhræringum og eldgosi við Grindavík síðustu ár verða rifin niður á þessu ári. Þrjú hús verða rifin á næstu vikum. Forseti bæjarstjórnar segir um blendnar tilfinningar að ræða en niðurrifið markar upphaf endurreisnar bæjarins.

Eld­gos á næstu vikum enn lík­legasta niður­staðan

Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×