Fyrsti kiðlingur ársins fæddist í Húsdýragarðinum
Vorið er komið í Húsdýragarðinum og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. Annar lítill vorboði mætti svo stuttu síðar þegar Síða bar huðnu. Kiðlingarnir tveir eru systkini þar sem faðir þeirra beggja er hafurinn Emil.