Lundaveiði hafin í Eyjum
Lundaveiði er heimiluð í Vestmannaeyjum frá og með deginum í dag og má veiða til 15. ágúst. Veiðimenn í Eyjum eru ósammála mati Náttúrufræðistofnunar Suðurlands að ofveiði hafi átt sér stað síðustu ár sem stuðlað hafi að fækkun lundans.