Trump gagnrýnir Úkraínumenn vegna innrásar Rússa
Á blaðamannafundi gaf Trump til kynna að hann væri þeirrar skoðunar að Úkraínumenn hefðu ekki átt að hefja stríðið við Rússa. Þetta var eftir að hann var spurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Úkraínumanna, sem teldu sig hafa verið skilda útundan þar sem þeir hefðu ekki fengið sæti við borðið í viðræðum Bandaríkjamanna við Rússa í Sádi-Arabíu.