Frambjóðendur til formanns VR mættu í Pallborðið
Kjarasamningar, flokkadrættir og pólitík var meðal þess sem var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag en gestir voru frambjóðendur til formanns VR; þau Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Kaup og kjör, húsnæðismálin og öflug forysta í kjarasamningsviðræðum voru meðal áherslumála sem um var rætt, svo og um fylkingamyndun innan verkalýðsforystunnar og VR.