Ráðherrar segja gjaldþrot WOW áfall
Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. Ríkissjóður þurfi engu að síður að endurskoða tekjuáætlanir sínar sem og gjöld, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Framtíð ferðaþjónustunnar sé hins vegar björt.