Fyrri leikur City og Real gleymist seint
Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í riðlakeppni Meistaraadeildarinnar en heimamenn í City þurfa að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í 16 liða úrslitin. Fyrri leikur liðanna var frábær skemmtun og því má búast við skemmtilegum leik á City of Manchester Stadium í kvöld.