Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Meiri­hluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“

Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun
Fréttamynd

Stefán vill verða vara­for­maður

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur fer ekki fram í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

„Það mun reyna á okkur hér“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Nýr veru­leiki ætli Banda­ríkin að taka Græn­land

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gnarr biðst af­sökunar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega sagt flokkinn undir stjórn Geirs fyrst hafa lagt á erfðafjárskatt á Íslandi. Sjálfur telji hann skattinn „sérstaklega vondan skatt“ auk þess sem hann kveðst ekki sérstaklega hrifinn af sköttum almennt, sem séu „allt of margir og allt of ósanngjarnir.“

Innlent
Fréttamynd

Er Mið­flokkurinn hægri­flokkur?

Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. 

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisnefnd fundar vegna á­rásanna í Venesúela

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að boðað hafi verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið til þess að fara yfir stöðuna í Venesúela og meta hvort ástæða sé til að hvetja til umræðu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftárásir Bandaríkjanna í fyrrinótt. Utanríkisráðherra Íslands neitar að fordæma árásina.

Erlent
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti vill lög­festa rétt barna til leikskólavistar

Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi stjórnar­flokkanna dalar

Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

„Gamla góða Ís­land, bara betra“

Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á að skerpa á verk­lagi spítalans í heimilis­of­beldis­málum

Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu hagnaði á kosningaári

Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

„Áhyggju­efni ef fyrir­tækin mæta þessu með semingi“

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið.

Neytendur
Fréttamynd

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent