Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Segir ráð­gjöf Haf­ró kippt úr sam­bandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkis­stjórn

Þingmaður Miðflokksins segir frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um strandveiðar til bráðabirgða vera með ólíkindum. Nái málið óbreytt fram að ganga verði ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar kippt úr sambandi með hætti sem ekki hafi áður sést. Þessu segist ráðherra ósammála og ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða, annað frumvarp um strandveiðar sé væntanlegt í haust.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum

Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlar að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Allt farið í hund og kött á þinginu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Ást­hildur Lóa snýr aftur

Ásthildur Lóa Þórsdóttir tekur sæti á Alþingi á ný í dag, eftir hafa verið í leyfi frá því að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk veltir fyrir sér hvort Ás­laug Arna hafi verið slompuð í ræðu­stól

Myndbandsbrot úr ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafa nú gengið manna í millum síðan á þriðjudagskvöld. Fólk veltir því fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis í ræðunni og er þetta orðinn hálfgerður samkvæmisleikur víða, að horfa á ræðuna sem er orðin ein sú þekktasta á vorþinginu, þó ekki hafi verið lagt upp með það.

Innlent
Fréttamynd

Lítil hreyfing á fylgi stjórn­mála­flokkanna

Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Grímur sjálf­kjörinn í sæti Ingvars

Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Traust í húfi

Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan í vasa hags­muna­aðila

Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur gefur grænt ljós á búvörulögin

Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarnefnd lifir og for­maðurinn fær tvær milljónir á ári

Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður.

Innlent
Fréttamynd

Þing í þágu kvenna

Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkaði sjálf­boða­liðum og minnti á mikil­vægi í­þrótta

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun

Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent