

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Hænuskref fyrir þá sem fá hausverk um helgar
Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar.

Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin
Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga.

„Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“
Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt.

Á siðferði heima í stjórnmálum?
„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum.

Björn Leví hrósaði Bjarna Benediktssyni
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur aldrei talað við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í um átta ár hafa þeir deilt á þingi um ýmislegt en aldrei hefur komið til þess að þeir ræði saman á persónulegum nótum.

Hróshringur þingmanna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“
Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví.

Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála
Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu?

Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka.

Allt um Kryddsíld 2022: Gestir í sal, húsband á staðnum og ólíkur hópur frá því í fyrra
Kryddsíld Stöðvar 2 verður á sínum stað í beinni útsendingu klukkan tvö á síðasta degi ársins, 31. desember. Þar koma saman leiðtogar allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gera upp árið 2022 hvort tveggja á sviði stjórnmálanna og í hinu persónulega lífi.

Óborganlegustu mistök ársins
Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík.

Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi.

Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna
Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna.

Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október
Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið.

Þægileg innivinna
Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri.

Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári
Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina.

Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld.

Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna.

Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur.

Segir víða hægt að spara meira
Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur.

Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo
Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða.

Jóhann Páll stóðst skriflega hluta ökuprófsins með bravúr
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar stendur í ströngu á þinginu jafnt sem í einkalífinu.

Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót
Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg.

Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið
Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt!

Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpamanni
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega.

Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár
Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu.

„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“
Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti.

„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“
Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda.

Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu
Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna.

Órökstudd aðför að bláum Capri
Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki.

Barði í borð og sagði Katrínu hafa samþykkt eiturpillu í loftslagsmálum
Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa samþykkt eiturpillu inn í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.