

Andlát

Cormac McCarthy er látinn
Cormac McCarthy, einn virtasti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna, er látinn 89 ára að aldri.

Leikarinn Treat Williams er látinn
Bandaríski leikarinn Treat Williams, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, er látinn. Hann var 71 árs.

Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum
Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins.

Silvio Berlusconi er látinn
Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála.

Ted Kaczynski er látinn
Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, sem þekktur var undir hryðjuverkamannsnafninu Unabomber, er látinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995.

Framkvæmdastjóri Diageo er látinn
Sir Ivan Menezes, framkvæmdastjóri Diageo, stærsta áfengisfyrirtækis heims, er látinn, 63 ára að aldri.

Árni Johnsen er látinn
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára.

Söngkona The Girl from Ipanema er látin
Brasilíska bossa nova söngkonan Astrud Gilberto er látin 83 ára að aldri. Gilberto er best þekkt fyrir að hafa sungið lagið The Girl from Ipanema.

Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn
Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn.

Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn
Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn, 51 árs að aldri. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn föstudag.

Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna
Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner.

Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“
Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar.

Kynferðisbrotamaðurinn Rolf Harris er látinn
Ástralski kynferðisbrotamaðurinn og fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Rolf Harris er látinn, 93 ára að aldri.

Ray Stevenson látinn
Breski leikarinn Ray Stevenson er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent.

Þóra Dungal er látin
Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Bassaleikari The Smiths er látinn
Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri.

Annar ríkustu bræðra Bretlands er látinn
Srichand Hinduja, stjórnarformaður The Hinduja Group, er látinn, 87 ára að aldri. Glímdi hann við heilabilun síðustu ár lífs síns.

Garðar Cortes er látinn
Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga.

„Guðfaðir pókersins“ er látinn
Ein stærsta goðsögn póker heimsins, Doyle Brunson, sem kallaður hefur verið „guðfaðir pókersins“ er látinn 89 ára gamall. Hann lést í Las Vegas, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldunni hans.

Ísak Harðarson er látinn
Ísak Harðarson, ljóðskáld og þýðandi, er látinn aðeins 66 ára að aldri.

Anna Kolbrún Árnadóttir er látin
Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun.

Markvörðurinn sem deilir meti með Messi og Ronaldo er allur
Mexíkóski markvörðurinn Antonio Carbajal er látinn en hann varð 93 ára gamall.

Óperustjarnan Grace Bumbry er látin
Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar.

Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari látin, aðeins 32 ára
Bandaríski spretthlauparinn Tori Bowie, sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og heimsmeistaramóti, er látin, 32 ára að aldri.

Gordon Lightfoot er fallinn frá
Kanadíski þjóðlagasöngvarinn Gordon Lightfoot er látinn, 84 ára að aldri.

MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn
Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna.

„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“
Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi.

Ólafur G. Einarsson er látinn
Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn, níræður að aldri.

Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni er látin
Carolyn Bryant Donham, konan sem sakaði svarta drenginn Emmett Till um að hafa áreitt sig í matvöruverslun árið 1955, er látin, 88 ára að aldri.

Jerry Springer látinn
Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta.