Druslufantasíur Eldgamalt, landlægt og óþolandi er eitt fyrirbæri sem á ensku kallast "victim blaming“. Það er þegar fundnar eru fordómafullar og ómálefnalegar ástæður til að skella skuldinni á þolendur ofbeldis. Bakþankar 27. júlí 2013 07:00
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. Bakþankar 26. júlí 2013 08:00
Skoðanir og tíska Nokkrum sinnum á ári kynna fatahönnuðir tísku sína. Þeir hanna nýja línu og fólk fylgist með hvernig kragar hafa síkkað, litir dekkst eða skósólar hækkað. Við vitum að þetta hefur ekkert með vísindi að gera. Tíska er bara tíska. Kannski ekki hreinn hégómi en ekki heldur praktísk. Það góða við fatatísku er þó að enginn metur hana mikilvægari en hún er. Fatatíska er smekkur en ekki hugsjón. Bakþankar 25. júlí 2013 07:00
Kappsfyllerí á fjöllum Urð og grjót; upp í mót, orti skáldið eftirminnilega beint í hjörtu þjóðarinnar svo jafnvel þeir sem alfarið halda sig fjarri fjallgöngum tengja og kinka kolli. Um helgina fór ég í fjallgöngu og með í för var tengdamóðir mín. Við höfum báðar gaman af gönguferðum. Það getur orsakað vandamál. Bakþankar 24. júlí 2013 07:00
Það á að rigna á þig! Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við "clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Bakþankar 23. júlí 2013 07:00
Orsök og afleiðing Ólíkt mörgum þá veit ég nákvæmlega hver mín fyrsta minning er. Ég veit ekki hvaða degi hún tilheyrir og ekki hvaða ári heldur, en ég giska á árið 1983. Móðursystir mín hafði verið í útlöndum og kom færandi hendi með lítinn leikfangabíl sem hægt var að trekkja upp með því að ýta honum afturábak. Þessi bíll hafði hins vegar engin hjól heldur átta fætur sem hlupu. Bakþankar 22. júlí 2013 07:00
Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Skoðun 22. júlí 2013 00:01
Ég, fréttabarnið Í nóvember var ég fenginn sem gestur í Kastljós ásamt kollega mínum til að tjá mig um dómsmál sem var þá áberandi í fréttum. Þessi heimsókn varð gamalli blaðakonu tilefni til vangaveltna á Facebook um það hvort "aldursmörk“ íslenskra fjölmiðlamanna væru almennt lægri en gerist erlendis. Við vorum þá 28 og 33 ára. Bakþankar 19. júlí 2013 07:00
Kosmískir kraftar Reykingafólk er varnarlausasti hópur þjóðfélagsins. Það er án málsvara. Það hata það allir. Það sættir sig við allt sem hinir ákveða. Reykingaaðstaða færist fjær húsakynnum, rettur hækka í verði og nú á að banna mentólsígarettur. Enginn segir neitt við því – einhverjir Danir umluðu, það var hlegið að þeim. Bakþankar 18. júlí 2013 07:00
Ekki vera fávitar Ég var á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað um síðustu helgi, en þar komu á annað þúsund manns saman til að misbjóða bæði hljóðhimnum og lifur. Bakþankar 17. júlí 2013 07:00
Vegabréf fyrir álfa Einu sinni spurði bandarísk kona sem ég hitti í flugvél á leið til Bandaríkjanna mig að því hvort við Íslendingar gæfum út vegabréf fyrir álfa og huldufólk. Hún hafði dvalið á Íslandi í fáeina daga, ferðast svolítið um landið og hafði kynnst landi og þjóð nokkuð vel, taldi hún. Henni virtist full alvara með spurningunni. Bakþankar 16. júlí 2013 08:00
Ég var rænd! Til allrar hamingju búum við í samfélagi þar sem okkur mun aldrei skorta tilefni til að hræðast. Sérstaklega ef við ákveðum að gera eitthvað sem í fyrstu gæti virst skemmtilegt Bakþankar 15. júlí 2013 10:22
Blessuð! Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll. Bakþankar 13. júlí 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. Bakþankar 12. júlí 2013 06:00
Hungur. Angur. Reiði. Afleiðingar. Eitt þætti mér gaman að vita. Hversu stórt hlutfall ofbeldisverka eru framin á fastandi maga? Bakþankar 11. júlí 2013 06:00
Glaðasti hundur í heimi Ég held maður eigi ekki að öfunda börn. Samt varð ég dálítið afbrýðisöm út í börnin sem grófu niður vangaveltur sínar fyrir framan Þjóðminjasafn Íslands á dögunum. Þau útbjuggu bæklinga þar sem þau sögðu frá sjálfum sér og spáðu í framtíðina. Bakþankar 10. júlí 2013 06:00
Við erum byrjaðir Ég heyrði sögina öskra gegnum símann svo skar í eyrun. Maðurinn á hinum enda línunnar heyrði ekkert í mér. "Hvað segirðu?“ hrópaði hann þegar ég kynnti mig. Ég hafði misst af símtali frá honum skömmu áður og var nú að hringja til baka. Bakþankar 8. júlí 2013 08:00
Strumparúta Loga Bergmanns Frá því ég tók fyrst eftir manninum mínum á sveitaballi fyrir austan fjall í lok tíunda áratugar síðustu aldar hefur mér þótt hann bera af öllum öðrum. Hann er vörpulegur, blíður og gáfaður - draumur sérhverrar konu. Þess vegna hef ég sætt mig við þá staðreynd að hann hefur engan smekk á bílum. Bakþankar 6. júlí 2013 11:22
Stígkrampi Þegar ég var smástrákur hlupu stundum í mig óknyttir, eins og gekk, og ég hringdi símaöt. Sjaldnast voru þau frumleg – það var til dæmis vinsælt að hafa samband við verslanir og spyrja starfsmenn einkennilegra spurninga um vöruúrval og láta þá hlaupa til og frá í allskyns erindisleysu. Ha ha. Yfirleitt voru fleiri áheyrendur að símtalinu – viðhlæjendur væru þeir kallaðir ef þeir hefðu ekki alltaf beitt sig hörðu til að halda rokunum niðri. Bakþankar 5. júlí 2013 07:30
Borg í formalíni Tónleikahald mun ekki leggjast af þótt tveir hentugir tónleikastaðir í miðbænum loki. Það mun halda áfram að blómstra á öðrum stöðum. Hótelin sem koma í staðinn munu heldur ekki eyðileggja Reykjavík. Umræðan er öfgafull og galin. Bakþankar 4. júlí 2013 07:30
Bágt fyrir buxurnar Reglulega koma upp hugmyndir þess efnis að innleiða skólabúninga í grunnskólum á Íslandi og sumstaðar eru notaðir skólabúningar í einhverri mynd. Kostir þess að allir nemendur í skólanum séu eins klæddir eru jafnan sagðir þeir að krökkum verði síður strítt á því hvernig þau eru til fara og að skólabúningurinn geti einfaldað samskipti þeirra á milli. Sérstakur búningur einfaldi líka málin heima fyrir. Minni þvottur og minna slit verði á öðrum fötum á meðan. Ókostirnir eru stundum sagðir að við það að allir klæðist eins geti börnin ekki verið þau sjálf, geti ekki tjáð persónuleika sinn með því að klæða sig eins og þau sjálf vilja. Sitt sýnist hverjum. Bakþankar 3. júlí 2013 08:00
Nýmóðins helvíti Ég á vin frá Bandaríkjunum sem ferðast mikið um Evrópu. Hann er hálfur Frakki. Hann spurði mig einu sinni hvernig það gæti verið að í nánast mannlausu landi þrifist gróskumeiri tónlistarsena en hann hafði áður kynnst. Ég gat eiginlega ekki svarað spurningunni, en bætti við að jarðvegurinn hlyti að vera frjór og tækifærin mörg fyrir tónlistarfólk. Bakþankar 2. júlí 2013 10:00
Ég vara ykkur við Fríið verður reyndar stutt, svo að daglegt líf landsmanna ætti að haldast í skorðum að mestu leyti, en það borgar sig kannski að gera einhverjar ráðstafanir. Ég hef í það minnsta varað ykkur við. Bakþankar 1. júlí 2013 14:00
Steypiskúr úr hrákadalli Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein. Bakþankar 29. júní 2013 11:30
Bavíanar kasta pílum á spjald Það lá frekar beint við að hefja störf á dagblaði upp úr tvítugu enda hef ég verið fréttafíkill frá því að ég man eftir mér. Bakþankar 28. júní 2013 06:00
Oh My God! Ég man ekki eftir því að nein orð hafi verið bönnuð á heimilinu þegar ég var lítill. Það var ekki vel séð að segja "djöfullinn“ eða "fjandinn“ en það var ekki forboðið. Bakþankar 27. júní 2013 06:00
Myndir, eða það gerðist ekki! Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli. Bakþankar 26. júní 2013 06:00
Áttu líf handa mér? Á yfirvinnukaupi bíður pirraður prófarkalesari eftir því að ég skili af mér þessum stutta pistli, en formlegur skilafrestur er löngu liðinn. Bakþankar 24. júní 2013 07:00
Bakkelsi og svekkelsi Ein systra minna er með sítt rautt hár, mjótt mitti, ávalar mjaðmir, bogadregnar augabrúnir og fallegar beinar tennur. Væri hún hryssa fengi hún hátt fyrir byggingu og gang. Bakþankar 22. júní 2013 10:30
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun