Appelsínugult naglalakk Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Bakþankar 13. júní 2012 06:00
Loðin fortíð Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Bakþankar 12. júní 2012 06:00
Fjarkirkja á grensunni Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju. Bakþankar 11. júní 2012 06:00
Gönguferð á skógarstíg Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Bakþankar 9. júní 2012 06:00
Þeir fiska ekki sem kóa Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus. Bakþankar 8. júní 2012 10:00
Kýrin sem varð að hveiti Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Bakþankar 7. júní 2012 06:00
Reyni aftur á morgun Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn. Bakþankar 6. júní 2012 06:00
Grátið í vinnunni Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: "Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni.“ Bakþankar 5. júní 2012 08:00
Hrun hippalausrar þjóðar Ég var að skoða leiguhúsnæði í bænum Priego de Córdoba fyrir allnokkru þegar ég áttaði mig á alvarlegum kvilla sem lamar þjóðlífið hér á Spáni. Þetta voru ágætis híbýli en þó þótti Vestfirðingnum nokkuð að sér þrengt þar inni í fyrstu því gluggar voru litlir og útsýni takmarkað. Bakþankar 4. júní 2012 09:15
Rifist um snittur Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? Bakþankar 2. júní 2012 06:00
Þjóðin ráði Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. Bakþankar 1. júní 2012 06:00
Píka til sölu, kostar eina tölu Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Bakþankar 31. maí 2012 06:00
Drusl!? Í Alþýðuskólanum á Eiðum naut ég þeirra forréttinda að sitja tíma hjá náunga sem heitir Hans Uwe Vollertsen. Hann er mikill tungumálamaður og þrátt fyrir að hafa aðeins dvalið hér á landi í nokkra mánuði þegar þetta var, hafði hann náð undraverðum tökum á íslensku máli. Eitt og annað við okkar ástkæra ylhýra vafðist þó fyrir Hans. Á þeim tíma fannst honum til dæmis óþarfi að hafa á valdi sínu tvö orð yfir sama hlutinn og lagði til að orðin drasl og rusl rynnu saman í nýtt og miklu betra orð. Drusl. Bakþankar 30. maí 2012 11:00
Meiri peningar í morð Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Bakþankar 29. maí 2012 06:00
Lög góða fólksins Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Bakþankar 26. maí 2012 06:00
Í leit að glötuðum tíma Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvörunni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölvunni heima með kaffibolla í hönd. Í greininni var leitast við að svara þeirri spurningu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist. Bakþankar 25. maí 2012 06:00
Kynfæri keisarans Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Bakþankar 24. maí 2012 06:00
Tilvistarbætur Ég hjó eftir sitthvorri fréttinni um tengd efni í gær. Sú fyrri var um að samtök stuðningsmanna aðildar Íslands að ESB hefðu látið útbúa reiknivél þar sem hægt er að bera saman húsnæðislán á Íslandi og í evruríki. Bakþankar 23. maí 2012 08:00
Af hattaáti Stóra stundin er runnin upp. Íslendingar keppa í fyrri forkeppni Júróvisjón í kvöld. Gréta og Jónsi koma fram sem fulltrúar okkar allra. Eflaust verða einhverjir stoltir. En það sem ég skal éta hattinn minn ef við vinnum. Ég skal meira að segja éta hann ef við endum á topp tíu. Bakþankar 22. maí 2012 08:00
Leyndardómur um líkamsvöxt Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: "Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?" Bakþankar 21. maí 2012 09:45
Lokaorð um Nasa Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé. Bakþankar 19. maí 2012 06:00
Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Skoðun 19. maí 2012 06:00
Löngun í laumi Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Bakþankar 18. maí 2012 06:00
Dagur í Undralandi Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Bakþankar 17. maí 2012 06:00
Einstefna? Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist. Bakþankar 16. maí 2012 06:00
Abdul og útgerðin Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Bakþankar 15. maí 2012 06:00
Má bjóða þér á stefnumót? Sesselja Thorberg og Magnús Sævar Magnússon giftu sig fyrir sjö árum. Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Það þarf að yfirfara hjúskapinn reglulega ekkert síður en bílinn! Bakþankar 14. maí 2012 09:00
Stóra förðunarmálið Mér var hugföst í morgun stórfréttin af konunni sem var ómáluð á almannafæri, og skellti á mig smá maskara áður en ég fór með barnið á leikskólann. Til þess auðvitað að misbjóða ekki starfsfólki leikskólans. Og hinum foreldrunum. Og börnunum! Bakþankar 12. maí 2012 08:00
Hið vanmetna Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. Bakþankar 11. maí 2012 11:00
Kúamykja frá L‘Oréal Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Bakþankar 10. maí 2012 06:00