Af fleytingum Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við útidyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör. Bakþankar 6. desember 2008 06:00
Komdu fagnandi Hrollvekjan Dýragrafreiturinn – Pet Cemetery – eftir Stephen King fjallar um grafreit sem er þeirri ónáttúru gæddur að þeir sem þar eru huslaðir, dýr og menn, ganga aftur og ekki eins og þeir áttu að sér að vera; einhver meinsemd hefur tekið sér bólfestu í þeim – einhver illska. Það er auðvitað ljótt að segja en sá grunur læðist að manni að eitthvað álíka hljóti að hafa hent Davíð Oddsson. Þegar pólitískur ferill Davíðs var borinn í grafhýsið við Kalkofnsveg undir fallegum minningarorðum héldum við að þar með væri þetta búið, einum kafla væri lokið og annar að hefjast. Aldeilis ekki. Davíð er snúinn aftur og skæðari en nokkru sinni áður. Er Seðlabankinn nokkuð reistur á fornu kumli? Bakþankar 5. desember 2008 07:00
Skotsilfur Egils Umræðan um starfsmanna- og launamál RÚV tók áhugaverða litla beygju í vikunni. Egill Helgason ákvað að opinbera eigin launakjör á vefsíðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau eru um 800 þúsund á mánuði, auk jakkafata, síma og frírra áskrifta að helstu fjölmiðlum. Bakþankar 4. desember 2008 07:00
Í ilmvatnsskýi Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu. Bakþankar 3. desember 2008 05:00
Góðærisbörn og kreppubörn Ég eignaðist son minn um svipað leyti og Björgólfur eignaðist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hógværð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistaratöktum sínum. Bakþankar 2. desember 2008 06:00
Gott að muna í kreppu Rétt fyrir og eftir jól bregst ekki að á hverju ári eiga börnin mín afmæli. Án þess að hafa fræðilega rannsókn til stuðnings tel ég einsýnt að margt fólk eigi sinn persónulega fengitíma eins og hver annar búfénaður og hafi þannig sterka tilhneigingu til að eignast börnin sín á einni og sömu árstíðinni. Vegna þess að mér er ýmislegt betur gefið en hagsýni eiga allar dæturnar afmæli um þessar mundir. Einmitt á mesta útgjaldatíma ársins. Kreppa eða ekki kreppa. Bakþankar 1. desember 2008 06:15
Mamma Mia Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna. Bakþankar 30. nóvember 2008 06:00
Gufubaðið Á Laugarvatni - hvaðan ég er ættaður - var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi. Bakþankar 29. nóvember 2008 06:00
Björgvin Geisp Zzzigurðsson Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Innslagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. Bakþankar 28. nóvember 2008 06:00
Ofurhetjan Kreppumann Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert. Bakþankar 27. nóvember 2008 06:00
Pant vera Geir Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum. Bakþankar 26. nóvember 2008 06:00
Vinalegir þjófar Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans. Bakþankar 25. nóvember 2008 05:00
Vannýtt auðlind Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður. Bakþankar 24. nóvember 2008 08:59
Spektir Að kasta eggjum og tómötum er góð skemmtun. Það er löng hefð fyrir því að það sé táknræn athöfn til að láta í ljós megna óánægju. Enginn meiðist og ekkert skemmist og því er hvorki hægt að flokka það sem ofbeldi né skemmdarverk. Bakþankar 23. nóvember 2008 06:00
Dagar víns og prósaks Ég sakna góðærisins. Það var skemmtilegt. Maður gat farið í helgarferðir til útlanda og keypt sér trefil og stundum buxur líka án þess að gengið sveiflaðist upp og niður eins og maníu-depressívu-sjúklingur. Bakþankar 22. nóvember 2008 06:00
Tilraunaeldhúsið Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. Bakþankar 21. nóvember 2008 06:00
Listin að pirra fólk Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. Bakþankar 20. nóvember 2008 06:00
Skorpuþjóðin Á sjöunda áratugnum gekk síldin um Íslandsmið sem aldrei fyrr. Búinn ASDIC-fiskleitartækjum og kraftblökkum mætti íslenski flotinn henni og hreinsaði hana upp. Með öllu. Veiðin fór úr 770 þúsund tonnum árið 1966 í síldveiðibann árið 1972. En síldin var í okkar lögsögu og við vorum því í fullum rétti. Bakþankar 19. nóvember 2008 06:00
Blind og geld í október var Davíð Oddsson seðlabankastjóri spurður að því í Kastljósi hvort til greina kæmi að hann léti af embætti. Því svaraði Davíð: „Það hefur enginn nefnt það við mig en ég hef bara svona séð þetta en ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt." Bakþankar 18. nóvember 2008 06:00
Með strætó í sumarfrí Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró". Bakþankar 17. nóvember 2008 06:00
Litlir sigrar Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálartetrið. Bakþankar 16. nóvember 2008 06:00
Finnska leiðin og heilbrigðisþjónusta Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dugleg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verðum að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar. Bakþankar 15. nóvember 2008 06:00
Núna Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun - vil ég meina - um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum inn á sviðið í Chicago, nýkjörinn forseti frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna sinna. Bakþankar 15. nóvember 2008 06:00
Lífið er einfalt Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. Bakþankar 13. nóvember 2008 06:00
Heimska leiðin Undanfarnar vikur hefur verið lífsins ómögulegt að opna nokkurn miðil án þess að úr hellist kreppan með öllum sínum fylgifiskum: Yfirvofandi atvinnuleysi fjölda fólks, ókleifum skuldahamrinum, gjaldþroti fyrirtækjanna, vöruskorti, gjaldeyrisskorti og gleðiskorti. Bakþankar 12. nóvember 2008 06:30
Froskastríðið Er þessari ólíkindaþjóð viðbjargandi? Hún stekkur á hvert agn sem heimsbyggðin dregur yfir Atlantshafið, hvort sem það er Soda Stream eða flatskjáir og síðan þegar hún hefur kokgleypt það skammast hún sín fyrir bitann. Bakþankar 11. nóvember 2008 05:00
Gókunningjar lögreglunnar Lögreglumenn á mótorhjólum er eitt þeirra fyrirbrigða sem fimm ára syni mínum þykir mikið til koma í veröldinni. Vikuleg gönguferð okkar mæðginanna úr Vesturbænum og niður í miðbæ um helgina var því alveg sérlega ánægjuleg. Bakþankar 10. nóvember 2008 11:30
Reiði Þjóðin er reið. Eðlilega. Það væri ljóta samansafnið af geðluðrum sem ekki reiddist ástandinu sem okkur hefur verið steypt í. Gallinn við reiði er hins vegar sá að hún er í eðli sínu hvorki kærleikur né skynsemi og það er alltaf óhollt að stjórnast af öðru en því. Bakþankar 9. nóvember 2008 06:00
Póstkort frá brúninni Allt í einu var ástandið farið að minna mig á verkfallið mikla haustið 1984. Þá bárust mér spurnir af því að nýtt lag með Kate Bush trónaði í efsta sæti breska vinsældalistans, „Running Up That Hill". Ég hafði aldrei heyrt það en það skipti nú minnstu því það var þegar orðið uppáhaldslagið mitt. Bakþankar 8. nóvember 2008 07:00
Litlir kassar Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heiminum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kannaðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heimilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsakeðjur. Engu skiptir hvort þú rambar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistilfinning en þú veist líka að þig langar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara. Bakþankar 7. nóvember 2008 06:00
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun