
Í aldingarðinum
Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri.