
Pepsimörkin: „Ótrúleg ákvörðun“ að dæma mark af Stjörnunni
Stjarnan svo gott sem kastaði frá sér möguleikum sínum á Íslandsmeistaratitlinum með því að tapa fyrir ÍBV á sunnudaginn. Þeir hefðu þó átt að fá stig úr leiknum því Stjarnan skoraði mark sem dæmt var af, ranglega að mati sérfræðinga Pepsimarkanna.