

Besta deild kvenna
Leikirnir

Kristín Ýr: Mjög gott að fá þrjú stig í svona leik
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði seinna mark Vals með þrumuskalla þegar Íslandsmeistararnir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

Gunnhildur: Við erum þungar á grasinu
Sex leikja sigurganga Stjörnukvenna endaði í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

Mist: Þetta var ekki búið að vera nógu gott hjá okkur
Mist Edvardsdóttir, skoraði mikilvægt mark fyrir Val í kvöld þegar hún kom liðinu í 1-0 á 30. mínútu í 2-1 sigri Vals á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

Þorlákur: Við áttum ekki góðan dag
Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur tapa sínum fyrsta leik síðan í byrjun apríl þegar Stjörnuliðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

Hlynur Svan tekur við kvennaliði Þórs/KA
Knattspyrnudeild Þórs tilkynnti í kvöld að þeir Viðar Sigurjónsson og Siguróli Kristjánsson hefðu látið af störfum sem þjálfarar Þórs/KA.

Valskonur unnu toppslaginn á móti Stjörnunni
Valskonur urðu fyrstar til að taka stig af Stjörnukonum í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar þær unnu 2-1 sigur í toppslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Valur komst með sigrinum í toppsætið deildarinnar en Eyjaliðið fær tækifæri til að endurheimta það í Kópavoginum á morgun.

Stórleikur í kvennafótboltanum í kvöld - Valur og Stjarnan mætast
Það verður stórleikur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals fá Stjörnuna í heimsókn á Vodafonevöllinn að Hlíðarenda. Valur tapaði óvænt tveimur stigum í síðustu umferð en Stjarnan er annað tveggja liða með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Besta byrjun nýliða í áratug
Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum.

Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár
Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks.

ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga
Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki.

Enn ein Blikastúlkan með slitið krossband
Óheppnin virðist elta Blikastúlkur þegar kemur að krossbandaslitum því það lítur út fyrir að Hildur Sif Hauksdóttir sé sjötti leikmaður kvennaliðs Breiðabliks á þremur árum sem slítur krossband í hné.

Eyjastúlkur rakleitt á toppinn
Nýliðar ÍBV byrja glæsilega í Pepsi-deild kvenna en liðið lagði Þór/KA á Akureyri með fimm mörkum gegn engu.

Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna
Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar.

Valskonur meistarar meistaranna fimmta árið í röð
Íslands- og bikarmeistarar Vals eru meistarar meistaranna í kvennafótboltanum eftir 3-1 sigur á Þór/KA í Meistarakeppni kvenna í Kórnum í dag. Valskonur voru manni færri síðasta hálftímann í leiknum.


Stjörnukonur slógu Þór/KA út fyrir norðan
Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í fótbolta með 3-1 sigri á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA var yfir í hálfleik en Stjörnukonur skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum.

Hallbera skaut Valskonum í úrslitaleikinn
Hallbera Guðný Gísladóttir tryggði Val 2-1 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik Lengjubikars kvenna á gervigrasinu á Hlíðarenda í kvöld en Valsliðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Valur hefur titil að verja eftir að hafa unnið Fylki í úrslitaleiknum í fyrra.

Gunnar Rafn: Missum leikmenn á hverju ári
Gunnar Rafn Borgþórsson er nýr þjálfari Vals en liðinu var í dag spáð sigri í Pepsi-deildar kvenna á árlegum kynningarfundi deildarinnar.

FH og Valur verða Íslandsmeistarar í sumar
FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta og Valskonum er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tólf í deildinni en þetta kom fram á kynningarfundi Pepsi-deilda karla og kvenna sem fór fram í Háskólabíói í dag. Nýliðum Víkings og Þór Akureyri er spáð falli hjá körlunum en Grindavík og Þróttur munu falla hjá konunum.

Hrefna Huld farin í Mosfellsbæinn
Markadrottningin Hrefna Huld Jóhannesdóttir skrifaði í gær undir samning við Aftureldingu. Hrefna Huld verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu sem er þjálfað af John Andrews.

KSÍ áminnti hóp dómara: Busavígsla á árshátíð fór yfir strikið
Hópur knattspyrnudómara var tekinn á teppið hjá framkvæmdastjóra KSÍ í gær. Þeir voru ávíttir fyrir að ganga of langt í busavígslu sem fór úr böndunum á árshátíð félags deildardómara í Úthlíð.

Kristín Ýr með fimmu í fyrsta leik - Fylkir vann Fjölni 13-0
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fimm mörk í fyrsta mótsleik Íslands- og bikarmeistara Vals á árinu 2011. Valur vann 8-0 sigur á Þrótti sem eru nýliðar í Pepsi-deild kvenna næsta sumar. Þetta var fyrsti leikur Valsliðsins undir stjórn Gunnars Rafns Borgþórssonar.

Fyrirliðinn yfirgefur Val
Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins hefur ákveðið að kveðja Val að sinni og ganga til liðs við sænska liðið Djurgården. Á vefsíðu Vals kemur fram að Katrín hyggi á framhaldsnám í læknisfræði í haust og þetta sé liður í þeim áformum.

Dóra María til Svíþjóðar
Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Dóra María hafnaði Rayo Vallecano
Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir, sem var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, síðasta sumar mun ekki ganga í raðir spænska liðsins Rayo Vallecano.

Tvær bandarískar stelpur með liði Þór/KA næsta sumar
Tvær bandarískar fótboltastelpur hafa gert saming við silfurlið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar og munu spila með liðinu á næsta tímabili. Þetta kom fram í frétt á heimasíðu Þórs í kvöld.

Valur, Þór/KA og Breiðablik byrja öll á heimavelli
Þrjú efstu liðin í Pepsi-deild kvenna í sumar, Valur, Þór/KA og Breiðablik, byrja öll á heimavelli þegar deildin fer af stað á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.

Blikabanarnir fóru áfram en Valsbanarnir eru úr leik
Sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta lauk í dag og það var misjafnt gengi hjá þeim félögum sem slógu íslensku liðin út í 32 liða úrslitum.

Rakel hafnaði Jitex - verður áfram á Akureyri
Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er greinilega mjög heimakær því hún hefur ákveðið að spila áfram með Þór/KA í Pepsi-deildinni í stað þess að fara utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Þetta er staðfest á heimasíðu Þórs í dag.

Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar
Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn.