

Besta deild kvenna
Leikirnir

„Þetta er úrslitabransi“
Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið.

Umfjöllun: Þór/KA 3 - 2 Breiðablik | Blikar töpuðu og Valur er Íslandsmeistari
Þór/KA vann 3-2 sigur á Breiðabliki á Akureyri í dag með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa komist 2-0 yfir. Með sigrinum lyftir Þór/KA sér upp fyrir FH í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik er áfram í 2. sæti og Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar í kjölfar þessara úrslita.

FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“
Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Þróttur 2-3 | Þróttur heldur áfram að setja pressu á Evrópusætið
Þróttur hafði betur gegn FH 2-3 í hörkuleik. Þróttur jafnar Breiðablik að stigum og baráttan um Evrópusæti er orðin mikil.

„Hafið vit á að dæma hlutina rétt og ekki taka þetta af liðinu“
FH tapaði 2-3 gegn Þrótti á heimavelli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var brjálaður út í dómgæsluna þar sem löglegt mark var tekið af FH.

Landsliðsmenn mættust í Besta þættinum
Þáttur fjögur af Besta þættinum er kominn út en þar mættust landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Ingvi Traustason í skemmtilegri viðureign á milli Fram og Keflvíkur. Með Herði var bróðir hans Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram og með Arnóri var Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur.

Allt í hnút í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina
Tindastóll bar sigurorð af Selfossi í næstsíðustu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta á Jáverk-vellinum í dag. Tindastóll mun heyja harða og æsispennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni í lokaumferð deildarinnar.

Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavík vann lífsnauðsynlegan sigur gegn ÍBV
Keflavík hafði betur gegn ÍBV, 1-2, í fallbaráttuslag liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Hásteinsvelli í dag en með sigrinum náði Keflavík að bjarga sér frá falli í bili.

„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“
Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni.

Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“
Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta.

Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“
Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður.

Umfjöllun: ÍBV - Selfoss 2-1 | Eyjakonur sendu Selfoss niður um deild
Selfoss er fallið úr Bestu deild kvenna eftir 1-2 tap gegn ÍBV á Hásteinsvelli. Áslaug Dóra kom Selfyssingum yfir eftir hornspyrnu en Olga Sevcova skoraði svo tvö mörk fyrir Eyjakonur og gerði útaf við allar vonir gestanna.

Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga
Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni.

Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli
Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks.

Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 1-1 | Kjallarabaráttan hófst með jafntefli
Það var kalt á Sauðárkróki í dag þegar Tindastóll tók á móti Keflavík í fyrsta leik úrslitakeppni bestu deild kvenna, Tindastóll með 19 stig fyrir leikinn en Keflavík tveimur stigum á eftir í 9. sæti deildarinnar.

Móðir, verslunareigandi og bikaróð: „Fann að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast“
Nadía Atladóttir fyrirliði Víkings í Lengjudeild kvenna hefur haft í nægu að snúast í sumar, hún er móðir, verslunareigandi og bikaróð, en hún fer með liði sínu í Bestu deildina á næstu leiktíð.

Andrea Mist: Maður gerir bara það sem maður er góður í
Andrea Mist Pálsdóttir var maður leiksins í kvöld þegar Stjarnan vann FH í fyrstu umferð umspils Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikar enduðu 3-2 fyrir Stjörnuna og koma Andrea að öllum mörkunum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“
Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri
Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. FH náði í sárabótarmörk í lokin en komust ekki nógu langt.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Amanda setti upp sýningu þegar Valur burstaði Þór/KA
Valur burstaði Þór/KA, 6-0, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð í keppni efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði eitt marka Vals í leiknum og lagði upp fjögur fyrir samherja sína.

„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“
Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir.

Gunnleifur og Kjartan fylla skarð Ásmundar
Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu.

Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“
Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn.

Bikarmeistararnir í Bestu-deildina
Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu er liðið vann öruggna 4-2 heimasigur gegn Fylki í kvöld.

Geta gert frábært tímabil fullkomið í kvöld
Kvennalið Víkings í fótbolta getur gert gott tímabil enn betra þegar það tekur á móti Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. Með sigri tryggja Víkingar sér bæði sæti í Bestu deildinni að ári og sigur í Lengjudeildinni.

Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín
Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama.

Þjálfaramál Breiðabliks skýrist á allra næstu dögum: „Ekki léttvæg skref að stíga“
Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir ákvörðunina um að binda endi á samstarfs félagsins við þjálfarann Ásmund Arnarsson, sem hafði stýrt kvennaliði félagsins frá því um haustið 2021, vera afar erfiða. Þjálfaramál liðsins skýrist á allra næstu dögum.

„Hef ekki áhyggjur að þær haldi sér ekki uppi“
Spekingar Bestu markanna hafa ekki miklar áhyggjur af stöðu Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en nýliðarnir eru sem stendur í 7. sæti með 19 stig, tveimur fyrir ofan fallsæti.

Sandra opin í að snúa aftur í íslenska landsliðið: „Hætt við að hætta“
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og leikjahæsti leikmaður sögunnar í efstu deild kvenna í fótbolta er klár í að snúa aftur í íslenska landsliðið. Hanskarnir eru komnir af hillunni.