
Umfjöllun: Tindastóll - FH 1-1 | Nýliðarnir sættust á skiptan hlut
Tindastóll og FH gerðu jafntefli í Bestu deild kvenna í dag þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Lokatölur 1-1 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.
Tindastóll og FH gerðu jafntefli í Bestu deild kvenna í dag þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Lokatölur 1-1 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.
Sandra María Jessen, hetja Þórs/KA gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í dag, var að vonum ánægð eftir að liðið tryggði sér stigin þrjú sem í boði voru í Vestmannaeyjum í dag.
Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik.
Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Þrótti á heimaveli í Bestu-deild kvenna í kvöld.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur.
Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.
Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna spræka nýliða FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld.
„Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku.
Keflavík vann sterkan sigur á Þór/KA fyrir norðan í dag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Keflavík en liðið spilaði vel í dag og áttu svör við flestum aðgerðum heimakvenna.
Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag.
Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera.
„Það sem við gagnrýndum Pétur mikið fyrir í fyrra var að gefa ekki þessum ungu leikmönnum nægilega mörg tækifæri,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í síðasta þætti Bestu markanna um Íslandsmeistaralið Vals og þjálfara þess Pétur Pétursson.
„Ég var eiginlega bara hætt þangað til að Stjarnan talaði við mig. Það er erfitt að slíta sig frá þessu svo þetta var óvænt ánægja,“ segir hin 31 árs gamla, Sigrún Ella Einarsdóttir, sem er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik.
Katla Tryggvadóttir var valin besti leikmaður 1. umferðar Bestu deildar kvenna af Bestu mörkunum. Hún var að sjálfsögðu til umræðu í þættinum og sérfræðingar hans veltu fyrir sér hvernig Valur gat ekki notað hana.
Það er áhugavert að rýna í tölur úr skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskra félaga. Þar kemur meðal annars fram hvað kaupverð íslenskra leikmanna til erlendra félaga sé hátt.
Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári.
ÍBV hefur hefur samið við kýpversku landsliðskonuna Marinella Panayiotou um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu.
Aðeins átta mörk voru skoruð í 1. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fimm þeirra komu í Laugardalnum þar sem Þróttur vann nýliða FH, 4-1.
Blikarnir eru ekki bara meistarar í karlaflokki og með langstærsta reksturinn á Íslandi. Þeir trekkja að sér langflesta áhorfendur líka.
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.
Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.
Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið.
Þróttur vann sterkan sigur á FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið.
Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri Þór/KA gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í 1. umferð Bestu deildarinnar.
Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld.