Þægilegt hjá Þrótti í Krikanum Þróttur Reykjavík lagði FH 3-0 í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þróttur endar í 5. sæti með 29 stig en FH sæti neðar með 25 stig. Íslenski boltinn 5. október 2024 16:09
Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Pétur gerir tvær breytingar á liði Vals Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu að Hlíðarenda nú á eftir. Þjálfararnir Pétur Pétursson og Nik Chamberlain hafa opinberað byrjunarlið sín í stórleiknum á eftir. Íslenski boltinn 5. október 2024 15:21
Sandra María valin best Fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 5. október 2024 14:57
„Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er brött fyrir úrslitaleikinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna. Hún vonast til að reynsla Valskvenna komi í góðar þarfir og að þær ætli sér að sækja titilinn fjórða árið í röð. Íslenski boltinn 5. október 2024 11:31
Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. Íslenski boltinn 5. október 2024 10:00
Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn „Fullur sjálfstrausts, við höfum spilað mjög vel síðan í byrjun ágúst,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir lokaleik tímabilsins sem sker úr um hvort Blikar eða Valur verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2024. Íslenski boltinn 5. október 2024 09:01
Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 5. október 2024 07:03
„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. Íslenski boltinn 4. október 2024 22:47
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Íslenski boltinn 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Íslenski boltinn 4. október 2024 14:33
Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4. október 2024 11:36
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. Íslenski boltinn 3. október 2024 12:31
„Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ Þrátt fyrir þokkalega opinn síðari hálfleik skildu Þróttur og Þór/KA jöfn í markalausum leik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er sæll með að halda hreinu á útivelli og tekur marga jákvæða punkta með sér norður. Íslenski boltinn 29. september 2024 17:40
„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Íslenski boltinn 29. september 2024 16:45
Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Þróttur og Þór/KA skildu jöfn þegar liðin áttust við á Avis-vellinum í dag. Hvorugt lið náði að skora þrátt fyrir álitleg færi í leiknum. Bæði lið sigla lygnan sjó í efri hluta Bestu deildar kvenna en Þór/KA situr í þriðja sæti á meðan Þróttur situr í því fimmta þegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 29. september 2024 16:00
„Þetta endar eins og þetta á að enda“ „Við nýttum ekki færin okkar en mér fannst þetta solid leikur hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-2 sigur gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 28. september 2024 16:55
Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Íslandsmeistararnir fá úrslitaleik á heimavelli Valur vann 2-1 sigur á útivelli gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Sigurinn tryggði Val hreinan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn næsta laugardag. Íslenski boltinn 28. september 2024 13:16
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-2 | Breiðablik vann í markaleik og mætir Val í hreinum úrslitaleik Breiðablik og Valur munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna en þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Blika á móti FH í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Á sama tíma hafði Valur betur á móti Víkingi. Íslenski boltinn 28. september 2024 13:16
„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 27. september 2024 17:03
Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Íslenski boltinn 26. september 2024 10:02
Sjáðu ótrúlega sjö mínútna þrennu Smith og tvennu Nadíu Allt stefnir í hreinan úrslitaleik Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær þar sem bandarískur framherji Blika stal senunni. Íslenski boltinn 23. september 2024 20:32
Samantha: Mögulega besti leikur minn á Íslandi Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir sigur síns liðs gegn Þór/KA í dag þar sem hún skoraði þrennu. Fótbolti 22. september 2024 17:14
„Mér fannst þetta mjög slakur leikur hjá okkur“ Valur vann 2-0 sigur gegn FH á heimavelli. Þrátt fyrir sigur þá var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, ekki ánægður með spilamennsku liðsins. Sport 22. september 2024 16:23
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 6-1 | Blikar skoruðu sex og eru áfram á toppnum Breiðablik var í miklum ham gegn Þór/KA í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Blikar unnu 6-1 sigur en öll mörk þeirra komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 22. september 2024 16:00
Uppgjörið og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Nadía kláraði FH-inga Valur vann 2-0 sigur gegn FH. Nadía Atladóttir fór á kostum og skoraði bæði mörk heimakvenna. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Sport 22. september 2024 15:52
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Íslenski boltinn 20. september 2024 19:52
Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fótbolti 20. september 2024 15:16
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir var einn af fáum ljósum punktum í liði Fylkis, sem féll úr Bestu deild kvenna í sumar. Landsleikjahæsti markmaður Íslands vonar að hún finni sér annað lið fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 17. september 2024 19:45
„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Íslenski boltinn 14. september 2024 17:01
„Ég get ekki hætt að gráta“ Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. Íslenski boltinn 14. september 2024 17:00