„Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:34
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 21:00
„Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 20:21
Uppgjörið: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 19:56
Besta upphitunin: „Auðvitað fylgir maður alltaf börnunum“ Helena Ólafsdóttir er mætt aftur og Mist Rúnarsdóttir sest í sérfræðingasætið. Þær hituðu vel upp fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna með góðum gestum, mæðgunum Kristínu Dís Árnadóttur og Kristínu Önnu Arnþórsdóttur. Íslenski boltinn 15. ágúst 2024 15:51
Samantha Smith í Breiðablik Kvennalið Breiðabliks í fótbolta hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprett tímabilsins því Samantha Smith er gengin í raðir liðsins frá FHL. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 17:16
Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 10:00
Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 22:45
Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Fótbolti 12. ágúst 2024 09:31
„Förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, snýr aftur norður tómhentur en lið hans tapaði 4-2 á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 19:30
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Sanngjarn sigur Breiðabliks Breiðablik tók á móti Þór/KA á Kópavogsvelli í dag og hafði betur í miklum markaleik. Leikar enduðu 4-2 fyrir Breiðablik og er liðið aðeins einu stigi frá toppliði Vals. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 19:00
„Líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hrósaði sigri á Kópavogsvelli í dag. Blikar sigruðu Þór-KA í miklum markaleik og endaði leikurinn 4-2. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 18:58
„Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður“ John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður eftir 1-2 sigur síns liðs á Keflavík á HS Orku vellinum í dag í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 16:34
Uppgjörið: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar unnu suður með sjó Keflavík fékk Víking í heimsókn í dag í Bestu deild kvenna. Var leikurinn liður í 16. umferð deildarinnar. Lauk leiknum með 1-2 sigri gestanna sem hafa þar með svo gott sem tryggt sig í efri hluta deildarinnar. Keflavík er enn í harðri fallbaráttu á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 15:55
Sterkt að fá systurina heim: „Hún er tilbúin“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta, segir leikmenn liðsins spennta fyrir leik dagsins við Þór/KA. Blikakonur geta minnkað bil Vals á toppi deildarinnar í eitt stig með sigri. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 12:15
„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 21:20
„Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott“ Eftir fjóra tapleiki í röð gat Guðni Eiríksson, þjálfari FH, loksins fagnað sigri en Hafnfirðingar sigruðu Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 20:55
„Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta“ Stjarnan batt í kvöld enda á sigurhrinu Vals í Bestu deild kvenna. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en Valur hafði leitt leikinn frá 13. mínútu og fram á lokamínútur hans. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 20:40
Uppgjörið: FH - Fylkir 3-1 | Sanngjarn heimasigur FH tók á móti Fylki á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld og eftir fjögur töp í röð náðu Hafnfirðingar loks að sigra. Leikurinn endaði 3-1 fyrir FH og var sigurinn fyllilega sanngjarn fyrir heimakonur. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 18:00
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-1 | Jafntefli í kaflaskiptum leik Valur tapaði í kvöld sínum fyrstu stigum í Bestu deild kvenna síðan 24. maí. Gerði liðið 1-1 jafntefli við Stjörnuna á Samsungvellinum í Garðabæ í kaflaskiptum leik. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 17:16
Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur R. 1-2 | Mikilvægur sigur Þróttara Tindastóll tók á móti Þrótti á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og með augastað á síðasta sætinu í efri hlutanum. Þróttur vann að lokum 1-2 í kuldanum á Sauðárkróki í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 17:16
Bestu mörkin: Fyrrum Valsari og Víkingur hituðu upp fyrir umferð helgarinnar Mist Rúnarsdóttir hitaði upp fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna og fékk til sín góða gesti, þær Láru Hafliðadóttur og Rebekku Sverrisdóttur, fyrrum knattspyrnukonur sem sitja í stjórn hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Íslenski boltinn 9. ágúst 2024 15:30
Kristín Dís snýr aftur á heimaslóðir Lið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur heldur betur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í boltanum hér heima. Íslenski boltinn 8. ágúst 2024 23:30
„Besta miðjan á landinu og væru fínar saman í landsliðinu líka“ Valskonur komust á toppinn í Bestu deild kvenna í gærkvöldi eftir sigur í toppslagnum á móti Blikum. Bestu mörkin fóru yfir leikinn og frammistöðu Valskvenna. Íslenski boltinn 1. ágúst 2024 11:00
Þrumuskotið sem Val á toppinn, endurkoma Víkinga og öll hin mörkin Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 1. ágúst 2024 09:30
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-0 | Meistararnir unnu toppslaginn Katie Cousins skoraði eina mark leiksins þegar Valur vann Breiðablik, 1-0, í uppgjöri efstu liða Bestu deildar kvenna. Með sigrinum komust Valskonur á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 31. júlí 2024 20:30
„Vorum að henda sokk í marga og sýndum að við getum haldið hreinu“ Valskonur eru einar á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki. Landsliðskonan, Natasha Moraa Anasi, var afar ánægð með sigurinn. Sport 31. júlí 2024 20:25
Tryggði Víkingum endurkomusigur gegn gamla liðinu Shaina Ashouri skoraði tvö mörk þegar Víkingur vann FH, 3-2, í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar lentu 0-2 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Íslenski boltinn 31. júlí 2024 20:00
Risarnir mætast í kvöld: „Svona leikir skipta alveg gríðarlega miklu máli“ Valur tekur á móti Breiðabliki í uppgjöri toppliða Bestu deildar kvenna á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins og lítið eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, lýst vel á viðureign liðanna í kvöld. Þetta séu leikirnir sem geri allt erfiðið þess virði. Íslenski boltinn 31. júlí 2024 13:00
„Ég bara snappaði í hálfleik“ Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin. Íslenski boltinn 30. júlí 2024 22:41