Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi

Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær.

Lífið
Fréttamynd

Tanya Roberts ranglega sögð látin

Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.

Erlent
Fréttamynd

„Bjarni Ara er mættur, þvílíkt comeback“

Stórsöngvarinn Bjarni Ara hefur greinilega engu gleymt og hefur jafnvel aldrei verið betri. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg söng hann nokkur vel valin jólalög ásamt sínum eldri smellum. 

Lífið
Fréttamynd

Rosalegt kvikmyndaár framundan

Árið 2021 verður risastórt í kvikmyndabransanum um heim allan en í raun varð að færa allar frumsýningar ársins 2020 yfir á næsta ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum.

Lífið
Fréttamynd

MGM og James Bond til sölu

Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eldar fyrir jólaboð í beinni útsendingu í fyrsta skipti

Á sunnudag er síðasti þátturinn af Jólaboð Evu og verður hann með óhefðbundnu sniði því matreiðsluþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu. Eva Laufey Kjaran mun elda hátíðarmáltíð fyrir áhorfendur og gefa góð ráð varðandi jólamáltíðirnar.

Lífið
Fréttamynd

Bestu nýju sjónvarpsþáttaraðir ársins 2020

Mun færri nýjar seríur fóru í framleiðslu fyrir þennan veturinn en vanalega vegna Covid-19. Þó kom ýmislegt góðgæti á skjáinn. Hér verður stiklað á stóru varðandi bestu nýju þáttaraðirnar sem var hægt að sjá hérlendis á árinu sem er að líða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Snýst um miklu meira en bara áfengi í blóðinu

Myndin fjallar ekki aðeins um að vera með nokkur prómíl í blóðinu heldur um eitthvað miklu meira. Þetta segir danski stórleikarinn Mads Mikkelsen um upplifun sína af því að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Druk í leikstjórn Thomas Vinterberg sem frumsýnd var fyrr á árinu. Mikkelsen hlaut í gær Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

Lífið