Sjokk, vonleysi og nánast ómögulegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 12:30 Hlestu spjallþáttstjórnendur Bandaríkjanna ræða atburði gærdagsins. Jimmy Kimmel, Seth Meyers, James Corden og Jimmy Fallon eru með þeim vinsælustu spjallþáttastjórnendum heims og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira