
Leik KFÍ og Grindavíkur frestað
Fresta þurfti leik KFÍ og Grindavíkur sem átti að fara fram á Ísafirði í kvöld en leikurinn er í Domino's-deild karla í körfubolta.
Fresta þurfti leik KFÍ og Grindavíkur sem átti að fara fram á Ísafirði í kvöld en leikurinn er í Domino's-deild karla í körfubolta.
Fimm leikir fara fram í kvöld í 20. umferð Domnios-deildar karla í körfubolta en eftir þessa umferð eru eiga liðin aðeins tvo leiki eftir.
Stjörnumenn fóru góða ferð vestur í bæ í kvöld þar sem þeir unnu sanngjarnan og nokkuð sannfærandi sigur á slökum KR-ingum.
Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum.
Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs KR, var í dag látinn fara frá félaginu. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, mun taka við daglegri þjálfun liðsins.
Darri Hilmarsson og Baldur Þór Ragnarsson verða ekki með Þórsurum á lokasprettinum í Dominos-deild karla og gætu báðir misst af restinni af tímabilinu. Þetta staðfesti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Morgunblaðið í morgun.
Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81.
Njarðvíkingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild karla í körfubolta með því að vinna 25 stiga sigur á botnliði Fjölnis, 100-75. Fjölnir hefur nú tapað tíu leikjum í röð og er í mjög slæmum málum á botninum.
Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu níu stiga sigur á Skallagrími, 101-92, í 19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta og hefur Garðabæjarliðið unnið þrjá leiki í röð síðan að Stjörnumenn urðu bikarmeistarar á dögunum.
Snæfell vann tveggja stiga sigur á Keflavík, 79-77, í æsispennandi leik í Stykkishólmi í 19. umferð Dominosdeild karla í körfubolta en liðin skiptu tuttugu sinnum um að hafa forystu í þessum leik.
Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur gegn KR í Dominos-deild karla í kvöld, 100-87. Grindvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust mest í 21 stigs forystu en KR-ingar bitu frá sér og náðu komast yfir í byrjun fjórða leikhluta. Það var þó ekki nóg því Grindavík var sterkarar á lokametrunum og vann góðan sigur.
Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, verður til taks á bekknum í kvöld í leik Keflavíkur og Snæfells þó svo hann sé puttabrotinn. Magnús gat ekki spilað síðasta leik Keflavíkurliðsins er Keflavík tapaði óvænt gegn Skallagrími. Hans var sárt saknað.
ÍR-ingar komust upp úr fallsæti í fyrsta sinn í langann tíma með sigri á KFÍ í Dominos deild karla í kvöld. Þegar Ísfirðingar virtust vera að klára leikinn jöfnuðu ÍR-ingar metinn með flautuþrist á lokasekúndunum og unnu að lokum öruggan sigur í framlengingunni.
Njarðvíkingar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum í Dominos-deild karla í körfu. Elvar Már Friðriksson er einn af ungu strákunum sem Njarðvíkingar veðjuðu á með flottum árangri.
Elvar Már Friðriksson fékk stóra tækifærið í fyrravetur eins og fleiri ungir leikmenn Njarðvíkurliðsins í karlakörfuboltanum þegar stjórnin hjá Njarðvík ákvað að veðja á efniviðinn í félaginu.
Grindvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var í gær dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bannið fær hann vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur.
Tindastóll vann mikilvægan tveggja stiga sigur á Snæfelli, 81-79 í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld en sigurinn losar liðið ekki bara við mesta falldrauginn heldur kom liðinu fyrir alvöru inn í baráttuna um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.
Sjö leikja sigurganga Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta endaði í kvöld þegar Skallagrímur vann sjö stiga sigur á Keflvíkingum, 75-68. Það hefur lítið gengið hjá Skallagrími að undanförnu en Borgnesingar voru frábærir í Fjósinu í kvöld.
Það er nóg um að vera í handboltanum og körfuboltanum í kvöld. KR-ingar hafa boðið til mikillar veislu fyrir borgarslaginn gegn ÍR í Dominos-deild karla og verður frítt inn á leikinn.
KR-ingar unnu í kvöld öruggan 18 stiga sigur á ÍR-ingum í Dominos deild karla. Eftir jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar settu heimamenn í gír í öðrum leikhluta og héldu öruggu forskoti út leikinn.
Njarðvíkingar gerðu góða ferð vestur á firði þar sem liðið hafði betur gegn heimamönnum í KFÍ, 119-93.
Stjörnumenn unnu góðan heimasigur gegn Grindavík í Dominos-deild karla í Ásgarði í kvöld, 104-82. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu mest 22ja stiga forystu.
Fjölnir tapaði sínum 9.leik í röð í Dominosdeild karla, þegar liðið tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn, 93-105.
Njarðvíkingar hafa stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í Dominos-deildinni í körfubolta með sigrum á Stjörnunni og KR í síðustu tveimur leikjum sínum en bæði lið voru fyrir ofan Njarðvík í töflunni.
Damier Pitts átti enn einn stórleikinn fyrir KFÍ í kvöld og skoraði rúmlega helming stiga liðsins gegn Þór. Stigin 41 frá Pitts dugðu þó ekki til sigurs.
Keflvíkingar eiga möguleika á því að vinna sinn sjöunda leik í röð í Domnios-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir fá Tindastól í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík.
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta, vann í kanahappadrættinu í nóvember þegar hann samdi við Damier Pitts. Damier er búinn að brjóta 30 stiga múrinn í níu leikjum KFÍ í röð.
Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í kvöld. Topplið Grindavíkur lenti ekki í neinum vandræðum með nýliða Skallagríms.
Njarðvík vann góðan heimasigur gegn KR í Ljónagryfjunni í kvöld, 88-77, í Dominos-deild karla. Njarðvík lék vel í seinni hálfleik og tryggði sér mikilvæg tvo stig.
Stjarnan vann í kvöld öruggann 88-100 sigur á ÍR í Dominos deild karla. Góður kafli í öðrum leikhluta byggði upp forskot sem þeir létu aldrei frá sér og unnu að lokum öruggan sigur.