Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Teitur: Okkur langar ekkert í sumarfrí

    Við erum að sjálfsögðu ekki sáttir með að missa boltann 28 sinnum á heimavelli. Þetta var eiginlega bara gjöf að vissu leyti," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Njarðvík, 64-76, fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Ætlum okkur alla leið

    „Leikirnir við Grindavík hafa verið skemmtilegir í vetur. Þeir unnu báða deildarleikina en við unnum leikinn sem skipti máli, bikarúrslitaleikinn," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann mætir alls óhræddur í rimmuna við Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn

    Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Átti von á meiri slagsmálum

    Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hreggviður: Við vorum latir

    „Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hreggviður: Þetta var verðskuldaður sigur

    „Þetta var öflugur og verskuldaður sigur hér í kvöld. Við vorum grimmari og börðumst eins og ljón. Dómararnir leyfðu okkur að spila og voru ekki að dæma mikið af villum, það fór frekar í hausinn á þeim en okkur í kvöld," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, eftir 91-89 sigur á Grindvíkingum í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR deildarmeistari í körfubolta

    KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla með sigri á Snæfelli í æsilegum leik í Stykkishólmi. KR og Grindavík börðust um sigurinn í deildinni en Grindavík tapaði í Seljaskóla og KR hefði því mátt tapa en hefði samt unnið deildina.

    Körfubolti