

Bónus-deild karla
Leikirnir

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 68-69 | Njarðvík stöðvaði sigurgöngu meistaranna
Það voru Njarðvíkingar sem heimsóttu Tindastól í kvöld í Subway deild karla á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll hafði fyrir leikinn í kvöld unnið seinustu tvo leiki en Njarðvík fengu skell á móti Grindavík í seinasta leik sínum.

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Valur 83-92 | Tíundi sigur Vals í röð
Valur styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik þegar liðið vann Hött 83-92 á Egilsstöðum í kvöld. Heimamenn hittu vel framan af en þegar á leið fór Valur að loka vörninni. Bæði lið voru án lykilmanna.

„Eins og að vera fastur í hryllingsmynd“
Það var beygður þjálfari Stjörnunnar sem mætti í viðtal eftir leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Tap Stjörnunnar var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Hann sagðist vona að botninum væri náð.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 101-83 | Langþráður sigur Hauka
Haukar unnu sinn annan sigur í níu leikjum þegar þeir lögðu Stjörnuna í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og eru að detta aftur úr í baráttu um sæti í úrslitakeppni.

Gríðarlegt áfall á Hlíðarenda: „Leyfum okkur að vera daprir yfir þessu“
Valsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli, og vonir þeirra um Íslandsmeistaratitil í körfubolta minnkað til muna, eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson spilar ekki meira á leiktíðinni.

Körfuboltakvöld: Eru Stólarnir komir í gang eftir gleði í Garðabænum?
Tindastólsliðið hefur unnið tvo leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta og hlutirnir líta aðeins betur út en fyrir stuttu þegar liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum.

Kíkti í keilu með Hetti: „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu“
Liðsmenn Hattar frá Egilsstöðum þurftu að finna sér eitthvað annað að gera í höfuðborginni síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að leik þeirra gegn Keflavík í Subway-deild karla var frestað. Þeir ákváðu því að skella sér í keilu til að stytta sér stundir.

„Hann breytir eiginlega öllu fyrir þetta lið“
Valsmaðurinn Josh Jefferson meiddist í leik Vals og Hauka. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld var atvikið skoðað en atvikið leit ekki vel út og gæti Jefferson verið lengi frá.

„Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta“
Frammistaða Grindvíkinga gegn Þór í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, segir að liðið geti farið alla leið.

Pavel: Verðum að vera auðmjúkir
Pavel Ermolinskij gat verið ánægður með sigurinn og frammistöðuna í kvöld en taldi að þetta væri lítið skref og að auðmýktin þyrfti að vera í forrúmi. Tindastóll vann Stjörnuna í Garðabæ og það er fyrsti sigur Stólanna þar í bæ í 62 mánuði. 71-76 urðu lokatölur og Tindastóll er komið inn fyrir línuna í áttunda sætið.

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti
Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta.

Stólarnir hafa ekki fagnað sigri í Garðabænum í 62 mánuði
Stólarnir eru í óvæntri stöðu í karlakörfunni og tap í kvöld gæti orðið Íslandsmeisturunum frá Sauðárkróki mjög dýrkeypt í titilvörninni. Eins og staðan er í dag þá eru þeir langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni.

Óvissa um lykilmann Vals: „Þetta lítur rosalega illa út“
Óvissa ríkir um Joshua Jefferson, Bandaríkjamanninn í körfuboltaliði Vals, sem meiddist í hné í sigrinum gegn Haukum í gær. Ljóst er að um mikið áfall væri að ræða fyrir Val ef meiðslin reynast alvarleg.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 82-72 | Gönguferð í garðinum á hægum hraða
Haukar heimsóttu heitasta lið landsins í N1-höllina á Hlíðarenda í kvöld en gestirnir urðu hreinlega að vinna leikinn þar sem þeir voru fyrir hann hársbreidd frá því að missa endanlega af úrslitakeppninni.

„Ég er óánægðastur með atvinnumennina mína“
Maté Dalmay, þjálfari Hauka, mátti sætta sig við enn einn tapið í Subway-deild karla í kvöld þegar Haukar töpuðu á útivelli gegn toppliði Vals, 82-72. Hann kallaði eftir því að hans sterkustu leikmenn færu að stíga upp og sýna hvað þeir fá borgað fyrir.

„Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér“
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega léttur eftir átta stiga sigur sinna manna gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Hann segir þó að sigurinn hafi verið nokkuð torsóttur.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð
Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92.

Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Álftanes 67-104 | Heimamenn áttu aldrei möguleika
Hamar situr enn þá á botni Subway deildarinnar án sigurs þegar Álftanes fóru yfir Hellisheiðina í Hveragerði og sóttu þægilegan sigur 67-104.

Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma.

Fá ekki að spila í kvöld vegna eldgossins
Tveimur leikjum í Subway-deild karla í körfubolta hefur verið frestað, vegna ástandsins sem skapast hefur í Reykjanesbæ vegna eldgossins í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga.

Mesta Íslandsmeistarapressan er á liðinu í níunda sæti
Subway Körfuboltakvöld fór yfir það í síðasta þætti sínum á hverjum væri mesta Íslandsmeistarapressan nú þegar aðeins sex leikir eru eftir af deildarkeppninni.

„Hann þarf bara að þora að vera Tóti“
Þórir Þorbjarnarson var settur á bekkinn hjá Tindastól í síðasta leik en hann kom sterkur inn í seinni hálfleiknum og bjargaði öðrum fremur leiknum á móti Breiðabliki.

„Áhyggjuefni fyrir Njarðvík“
Njarðvíkingar eru að berjast um deildarmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta en þeir litu ekki út fyrir að vera í toppbaráttulið í síðasta leik sínum.

„Hann má reyna að ljúga að þjóðinni“
Dedrick Basile átti frábæran leik með Grindavík í stórsigri á hans gömlu félögum í Njarðvík. Basile skoraði nítján stig í fyrsta leikhlutanum og endaði leikinn með 40 stig og níu stoðsendingar.

Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar
Körfuboltakvöld var á sínum stað á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir allt það helsta úr 16. umferð Subway-deildar karla í körfubolta.

Körfuboltakvöld: Keyshawn Woods aftur á Krókinn
Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir 16.umferðina í Subway deild karla.

Valsmenn bæta fyrrum KR-ing í hópinn
Valsmenn ákváðu að sæta lagi á síðasta degi félagaskiptagluggans og þéttu raðirnar fyrir lokaátökin í Subway-deild karla.

Dedrick Basile elskar að spila gegn Njarðvík
Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir frammistöðu Dedrick Basile í leik Grindavíkur gegn Njarðvík á fimmtudagskvöldið þar sem Basile skoraði 40 stig.

„Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag“
Arnar Guðjónsson var afar svekktur með niðurstöðuna í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Subway-deildinni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 81-85 | Naumur sigur toppliðsins
Valsmenn eru með fjögurra stiga forskot á toppi Subway-deildar karla í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Stjörnunni á útivelli í kvöld, 81-85.