Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Sætaskipti í hlerunarmáli Hreiðars Más

Hreiðar Már Sigurðsson sneri vörn í sókn í héraðsdómi. Forstjórinn fyrrverandi telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd hlerana. Dómari hafnaði ásökunum um að hafa afhent úrskurðarorð áður en úrskurður lá fyrir. Tímasetningar tölvupósta gætu skipt sköpum.

Innlent
Fréttamynd

Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar

Dómi héraðsdóms, þar sem ógilt var staðfesting ríkissaksóknara á ákvörðun lögreglu um að hefja ekki rannsókn á röngum sakargiftum stjórnenda Seðlabankans, hefur verið áfrýjað. Dómurinn gengur gegn fordæmi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Ný skilgreining á nauðgun

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum.

Innlent
Fréttamynd

Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara

Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þriðji dómur yfir sama manni

Karlmaður fæddur árið 1996 var í Héraðsdómi Reykjavíkur í upphafi mánaðar dæmdur í 40 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Skatta­mál Karls ekki tekið upp

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu Karls Wernerssonar um að mál hans fyrir tekjuárin 2005-2008 verði endurupptekin. Fyrri niðurstaða nefndarinnar stendur því óröskuð.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum

Umboðsmaður Alþingis hefur áhyggjur af aðgengi venjulegs fólks að dómstólum vegna mikils kostnaðar. Hann segir mikilvægt að tilmælum sínum til stjórnvalda sé hlýtt. Hann hvetur frjáls félagasamtök til að láta meira í sér heyra og boðar skýrslu um upplýsingagjöf stjórnvalda sem bregðist illa og seint við óskum.

Innlent
Fréttamynd

Stundarritstjóri hjólar í dómara

Landsréttur hefur fellt úr gildi 1,5 milljónar málskostnaðartryggingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Emmu Caroline Fernandez að setja að kröfu Hjálmars Friðrikssonar og Stundarinnar.

Innlent