Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

„Það var annað hvort þetta eða vændi“

Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkni­efni?“

Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum.

Innlent
Fréttamynd

Falla tíma­bundið frá á­kæru fyrir til­raun til manndráps

Héraðssaksóknari féll í morgun tímabundið frá ákæru um tilraun til manndráps sem átti að vera tekin fyrir í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Ákæran er á hendur einum af hinum grunuðu sem var gefið að sök að taka mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Meint tilraun til manndráps tengist málinu ekki að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

„Getum við verið sam­mála um að vera ó­sam­mála?“

„Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þröng á þingi í um­fangs­miklu fíkniefnamáli

Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Sam­tökunum '78

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir and­látið

Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann.

Innlent
Fréttamynd

„Alls ekki bjart­sýn“ á að verk­föllum verði af­stýrt

Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun.

Innlent
Fréttamynd

Taldi kennara hafa komið kröfum sínum í­trekað á fram­færi

Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar telja rúma milljón í grunn­­laun sann­gjarna

Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skorið úr um lög­mæti verk­falla í fyrra­málið

Félagsdómur kveður upp dóm í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands í fyrramálið. SÍS telur verkfallsboðun kennara ólögmæta og ákvað að láta reyna á lögmæti þeirra fyrir félagsdómi.

Innlent
Fréttamynd

„Hann tók al­gjör­lega völdin yfir lífi mínu“

Aþena Sól Magnúsdóttir var einungis sautján ára gömul og djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu þegar hún tók upp samband við dæmdan ofbeldismann sem á þeim tíma var á skilorði vegna fyrri brota. Sambandið einkenndist af hrottalegu ofbeldi og átti eftir að hafa hrikalegar afleiðingar. 

Innlent
Fréttamynd

Í­trekuð brot gegn grunn­skóla­stúlku nauðgun eftir allt saman

Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Frigus fór fýlu­ferð í Lands­rétt

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli Frigusar II ehf. á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Örn í sex ára fangelsi fyrir til­raun til manndráps

Örn Geirdal Steinólfsson, 48 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í vesturbæ Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Þá þarf hann að greiða karlmanni sem hlaut hættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­þeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr

Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld“

„Maður missti svo mikið við þessa atlögu. Ég missti pabba, ég missti frænda minn, ég missti griðastaðinn minn þarna. Í rauninni held ég að það hafi ekki komið mér á óvart þegar hann neitaði sök. Þetta er ekki maður sem hefur gengist við gjörðum sínum,“ segir Ellen Drífa Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Lýðssonar sem ráðinn var bani á bænum Gýgjarhóli árið 2018. Banamaður Ragnars var bróðir hans, Valur Lýðsson.

Innlent
Fréttamynd

Meintur nethrellir fær bætur vegna hús­leitar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manni sem grunaður var um að ofsækja konu miskabætur vegna húsleitar, handtöku og haldlagningu tækjabúnaðar í fleiri ár. Þær bætur sem hann fékk voru þó umtalsvert lægri en þær sem hann krafðist.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott

Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar.

Innlent
Fréttamynd

Miður að mis­brestur hafi orðið í þjónustu neyðar­mót­tökunnar

Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður.

Innlent