Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 21:33 Hjördís Halldórsdóttir er lögmaður Arion banka. Vísir/Lýður Valberg Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Hæstiréttur sýknaði í morgun Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. „Þetta þýðir að þessi skilmáli sem er í þessum lánasamningi sem um var deilt er lögmætur. Hann stenst kröfur laga um neytendalán og hann er ekki ósanngjarn í skilningi samningalaga,“ segir Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður Arion banka. Um er að ræða túlkun á eldri lögum en málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því í fyrsta í október og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. Hjördís segir að ekki þurfi því að breyta skilmálum lána sem tekin voru fyrir gildistöku nýrra laga um neytendalán. Dómurinn varðaði lán sem voru tekin áður en að nýju lögin tóku gildi. „Þessi dómur í sjálfu sér varðar ekki beinlínis hvað gildir samkvæmt þeim lögum en engu að síður þá er ýmislegt í forsendum Hæstaréttar um skilmálann sem er alveg jákvætt, hvað varðar fullyrðingu bankans um að hann sé skýr og skiljanlegur,“ segir hún. „Þarna er talsvert mikil umfjöllun um kríteríur sem varða samningalögin og ósanngjarna samningsskilmála sem hafa alveg víðtæka þýðingu.“ Til að mynda sé meðal annars vísað í að ekki sé séð að bankinn hafi hagnýtt þann aðstöðumun sem er á aðilum í málinu auk þess sem eðli breytilegra vaxta er skýrt. „Það er auðvitað alltaf einhver áhætta gagnvart áhættutaka eða ófyrirsjáanleiki með slíka skilmála, bara í eðli sínu. En á móti kemur að þá eru þarna svona ákveðin mótvægisúrræði sem að neytendur hafa þá rétt, eins og lántakaréttur í þessu máli, sem að felast meðal annars í því að þér er alltaf tilkynnt um vaxtabreytingu með þrjátíu daga fyrirvara og þarna var fallist á það að uppgreiðsluheimildin sem var fyrir hendi, að hún hafi verið raunhæf.“ Greiningarvinna fram undan Nú munu bankarnir leggjast í greiningarvinnu til að sjá hvort að dómurinn kunni að hafa áhrif á núverandi lánaframboð Arion banka. „Hvort hann þarf þess eða ekki, það þarf aðeins að rýna í þessar forsendur og horfa á hvað má ætla að gildi samkvæmt lögum um fasteignalán. Við erum ennþá að greina það en þær forsendur eru tiltölulega víðtækar og skýrar. Þannig að það eru alveg jákvæðar vísbendingar um að það þurfi ekkert að gera en það er einfaldlega eitthvað sem þarf að greina nánar,“ segir Hjördís. „En það er allavega ljóst að öll lán sem að falla undir þessi lög um neytendalán eru lögmæt og gild. Það er ýmsilegt sem bendir til að það geti átt við um nýrri lán en það er eitthvað sem þarf að greina.“ Arion banki Vaxtamálið Fjármál heimilisins Lánamál Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í morgun Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. „Þetta þýðir að þessi skilmáli sem er í þessum lánasamningi sem um var deilt er lögmætur. Hann stenst kröfur laga um neytendalán og hann er ekki ósanngjarn í skilningi samningalaga,“ segir Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður Arion banka. Um er að ræða túlkun á eldri lögum en málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því í fyrsta í október og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. Hjördís segir að ekki þurfi því að breyta skilmálum lána sem tekin voru fyrir gildistöku nýrra laga um neytendalán. Dómurinn varðaði lán sem voru tekin áður en að nýju lögin tóku gildi. „Þessi dómur í sjálfu sér varðar ekki beinlínis hvað gildir samkvæmt þeim lögum en engu að síður þá er ýmislegt í forsendum Hæstaréttar um skilmálann sem er alveg jákvætt, hvað varðar fullyrðingu bankans um að hann sé skýr og skiljanlegur,“ segir hún. „Þarna er talsvert mikil umfjöllun um kríteríur sem varða samningalögin og ósanngjarna samningsskilmála sem hafa alveg víðtæka þýðingu.“ Til að mynda sé meðal annars vísað í að ekki sé séð að bankinn hafi hagnýtt þann aðstöðumun sem er á aðilum í málinu auk þess sem eðli breytilegra vaxta er skýrt. „Það er auðvitað alltaf einhver áhætta gagnvart áhættutaka eða ófyrirsjáanleiki með slíka skilmála, bara í eðli sínu. En á móti kemur að þá eru þarna svona ákveðin mótvægisúrræði sem að neytendur hafa þá rétt, eins og lántakaréttur í þessu máli, sem að felast meðal annars í því að þér er alltaf tilkynnt um vaxtabreytingu með þrjátíu daga fyrirvara og þarna var fallist á það að uppgreiðsluheimildin sem var fyrir hendi, að hún hafi verið raunhæf.“ Greiningarvinna fram undan Nú munu bankarnir leggjast í greiningarvinnu til að sjá hvort að dómurinn kunni að hafa áhrif á núverandi lánaframboð Arion banka. „Hvort hann þarf þess eða ekki, það þarf aðeins að rýna í þessar forsendur og horfa á hvað má ætla að gildi samkvæmt lögum um fasteignalán. Við erum ennþá að greina það en þær forsendur eru tiltölulega víðtækar og skýrar. Þannig að það eru alveg jákvæðar vísbendingar um að það þurfi ekkert að gera en það er einfaldlega eitthvað sem þarf að greina nánar,“ segir Hjördís. „En það er allavega ljóst að öll lán sem að falla undir þessi lög um neytendalán eru lögmæt og gild. Það er ýmsilegt sem bendir til að það geti átt við um nýrri lán en það er eitthvað sem þarf að greina.“
Arion banki Vaxtamálið Fjármál heimilisins Lánamál Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira