„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Árni Sæberg skrifar 10. desember 2025 15:20 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir dóminn vonbrigði. Vísir/Lýður Valberg Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. „Auðvitað eru þetta vissulega vonbrigði. Málið fór á annan veg heldur en við héldum og lögðum upp með. Svona er lífið,“ segir Breki Karlsson, í samtali við Vísi í Hæstarétti, þar sem dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Arion banka. Minna fordæmisgildi en síðasta mál Málið er annað vaxtamálanna svokölluðu sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Íslandsbanka í október síðastliðnum og hefur haft mikil áhrif á lánamarkað. Eftir uppsögu hans sagði Breki að hann hefði mikið fordæmisgildi. Telur þú að það sama gildi hér? „Nei, í rauninni ekki. Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi. Þetta varðar lán sem var tekið 2017. Þá giltu önnur lög heldur en gilda í dag. Þannig að í raun og veru má segja að þetta hefur ekki fordæmisgildi fyrir lán sem er verið að veita núna, heldur var verið að dæma eftir eldri lögum sem þá giltu.“ Stutt í seinni tvö málin Á dagskrá Hæstaréttar sé mál á hendur Landsbankanum, sem varði aftur á móti verðtryggt lán, sem tekið var eftir gildstöku laga um neytendalán. Dómurinn í dag hafi lítið gildi hvað það mál varðar og það verði spennandi að sjá hvað Hæstiréttur gerir. Málflutningur hefur þegar farið fram í því máli og dóms er að vænta í því snemma á nýju ári. Nokkrum dögum fyrir það er dóms að vænta í öðru máli á hendur Landsbankanum, sem varðar svipaðan samning og dæmt var um í máli Íslandsbanka. Ætla ekki með málið til Strassborgar Kemur til greina að fara lengra með málið, til Mannréttindadómstóls Evrópu? „Ekki þetta mál. Það, eins og ég segi, þessi lög eru fallin úr gildi. Það eru ný lög þar sem er ríkari réttur lántaka. Og þar af leiðandi held ég að það sé ekki þörf á að fara með þetta mál lengra,“ segir Breki að lokum.“ Vaxtamálið Lánamál Neytendur Dómsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
„Auðvitað eru þetta vissulega vonbrigði. Málið fór á annan veg heldur en við héldum og lögðum upp með. Svona er lífið,“ segir Breki Karlsson, í samtali við Vísi í Hæstarétti, þar sem dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Arion banka. Minna fordæmisgildi en síðasta mál Málið er annað vaxtamálanna svokölluðu sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Íslandsbanka í október síðastliðnum og hefur haft mikil áhrif á lánamarkað. Eftir uppsögu hans sagði Breki að hann hefði mikið fordæmisgildi. Telur þú að það sama gildi hér? „Nei, í rauninni ekki. Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi. Þetta varðar lán sem var tekið 2017. Þá giltu önnur lög heldur en gilda í dag. Þannig að í raun og veru má segja að þetta hefur ekki fordæmisgildi fyrir lán sem er verið að veita núna, heldur var verið að dæma eftir eldri lögum sem þá giltu.“ Stutt í seinni tvö málin Á dagskrá Hæstaréttar sé mál á hendur Landsbankanum, sem varði aftur á móti verðtryggt lán, sem tekið var eftir gildstöku laga um neytendalán. Dómurinn í dag hafi lítið gildi hvað það mál varðar og það verði spennandi að sjá hvað Hæstiréttur gerir. Málflutningur hefur þegar farið fram í því máli og dóms er að vænta í því snemma á nýju ári. Nokkrum dögum fyrir það er dóms að vænta í öðru máli á hendur Landsbankanum, sem varðar svipaðan samning og dæmt var um í máli Íslandsbanka. Ætla ekki með málið til Strassborgar Kemur til greina að fara lengra með málið, til Mannréttindadómstóls Evrópu? „Ekki þetta mál. Það, eins og ég segi, þessi lög eru fallin úr gildi. Það eru ný lög þar sem er ríkari réttur lántaka. Og þar af leiðandi held ég að það sé ekki þörf á að fara með þetta mál lengra,“ segir Breki að lokum.“
Vaxtamálið Lánamál Neytendur Dómsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent