Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. Innlent 30. nóvember 2021 08:00
Fær engar bætur eftir sauðburðarslys á bæ frænku sinnar Kona, sem slasaðist er kind rakst utan í hana með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig og slasaðist á öxl, fær hvorki bætur úr hönd frænku sinnar né VÍS. Innlent 29. nóvember 2021 19:03
Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Innlent 29. nóvember 2021 11:02
Segir mikil og stór verkefni bíða sín í innanríkisráðuneytinu Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Innlent 28. nóvember 2021 16:40
Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Innlent 27. nóvember 2021 09:03
Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Viðskipti innlent 26. nóvember 2021 16:54
Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Innlent 26. nóvember 2021 16:30
Stal yfir sjötíu flöskum úr Vínbúðinni Stórtækur þjófur hefur verið sakfelldur fyrir alls 45 þjófnaði úr verslunum ÁTVR, Hagkaups, Lyfju og Elko á tæplega eins árs tímabili. Maðurinn nappaði yfir sjötíu flöskum af áfengi, aðallega sterku víni, úr Vínbúðinni. Innlent 26. nóvember 2021 14:18
Gerðist ekki sekur um stórkostlegt gáleysi þegar hann fjarlægði eggjastokk án leyfis Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvensjúkdómalæknir, sem fjarlægði eggjastokk úr skjólstæðingi án leyfis, hafi ekki gerst brotlegur um stórkostlegt gáleysi. Vegna þessa er Sjúkratryggingum Íslands ekki skylt að greiða sjúklingnum tvær milljónir í miskabætur. Innlent 25. nóvember 2021 16:38
Hafþór sakfelldur með minnsta mun í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi. Innlent 25. nóvember 2021 15:46
Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. Innlent 24. nóvember 2021 08:00
Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. Innlent 23. nóvember 2021 16:26
Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón. Innlent 23. nóvember 2021 13:12
Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum. Innlent 23. nóvember 2021 10:57
Ríkið sýknað í Geysismáli Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði. Innlent 20. nóvember 2021 14:28
Neitar að hafa kallað trans konu „karl í kerlingapels“ Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum. Innlent 20. nóvember 2021 12:49
Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. Innlent 20. nóvember 2021 12:05
Fær bætur eftir að hafa stigið ofan í niðurfall Fyrirtækið Geymsla Eitt hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem kona hlaut þegar hún steig með fót sinn ofan í opið niðurfall. Við slysið meiddist konan á vinstri öxl. Innlent 20. nóvember 2021 10:57
Sjö ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu Karlmaður búsettur hér á landi hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag og þyngdi dóm yfir manninum úr héraði um eitt ár. Innlent 19. nóvember 2021 15:38
Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Viðskipti innlent 19. nóvember 2021 14:33
Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum. Innlent 19. nóvember 2021 14:31
Þjóðkirkjan sýknuð af 70 milljóna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu af sjötíu milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns vegna þess sem hann taldi vera ólöglega uppsögn. Innlent 19. nóvember 2021 09:25
Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist. Innlent 18. nóvember 2021 18:33
Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Innherji 18. nóvember 2021 15:27
Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess. Innlent 18. nóvember 2021 14:44
Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. Innlent 18. nóvember 2021 13:12
Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. Innlent 18. nóvember 2021 13:08
Rannsókn á hópnauðgunarmáli á lokastigi Landsréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Suðurnesja þess efnis að tveir erlendir karlmenn, grunaðir um hópnauðgun gegn konu, skuli sitja áfram í farbanni. Rannsókn málsins er á lokastigi. Innlent 18. nóvember 2021 11:42
Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. Innlent 16. nóvember 2021 21:36
Faldi marijúana í verkfæraskáp: Gekk í gildru lögreglu sem var skrefi á undan Karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir, fyrir að hafa reynt að smygla þrettán kílóum af marijúana til landsins í verkfæraskáp. Innlent 16. nóvember 2021 19:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent