Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ís­land og lífs­kjör Ís­lendinga“

Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Verður Bitcoin hluti af vara­forða þjóð­ríkja?

Efnahagskerfi heimsins ganga nú í gegnum mikla umbreytingu. Hátt vaxtastig, auknar skuldir þjóðríkja, vaxandi verðbólguógn og aukin samkeppni milli stórvelda eru að endurmóta alþjóðahagkerfið. Bandaríkjadalur hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í fjármálakerfi heimsins, þar sem hann er undirstaða fjármálamarkaða og alþjóðaviðskipta. Það gæti þó verið að breytast.

Umræðan
Fréttamynd

Draga minnis­blað til baka eftir mikla ó­reiðu

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Vill ræða við Trump í síma

Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land og Græn­land á áhrifa­svæði Banda­ríkjanna

Ísland er og verður á áhrifasvæðinu óháð því hver er forseti Bandaríkjanna, óháð stöðu NATO hverju sinni og óháð tengslum Íslands við Evrópusambandið. Hvorki ESB né Evrópuríki í NATO munu nokkurn tíma hafa burði til að koma í stað Bandaríkjanna í hernaðarlegum efnum í okkar heimshluta eða á norðurslóðum almennt.

Umræðan
Fréttamynd

Átta­tíu og fimm prósent vilja ekki til­heyra Trump

Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rán­dýr

Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan.

Erlent
Fréttamynd

Goog­le breytir nafninu á Mexíkó­flóa

Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps.

Erlent
Fréttamynd

Senda Trump skila­boð og auka við­búnað við Græn­land

Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Hvers virði eru vísindi?

Mánudaginn 20. janúar tók Donald Trump við forsetastól Bandaríkjanna í annað sinn. Trump dró Bandaríkin samstundis út úr Parísarsamkomulaginu sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hnattrænni hlýnun.

Skoðun
Fréttamynd

Til­nefning Hegseth stað­fest með naumum meiri­hluta

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra. Tilnefningin var staðfest með eins naumum meiri hluta og hugsast gat, með 50 atkvæðum greiddum á móti og 51 atkvæði greiddu með. 

Erlent
Fréttamynd

Af hverju er Trump reiður út í Panama?

Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum.

Erlent
Fréttamynd

Greiddi konu sjö milljónir vegna á­sakana

Pete Hegseth, sjónvarpsmaðurinn og uppgjafahermaðurinn sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti varnarmálaráðherra, greiddi konu sem sakaði hann um kynferðisbrot árið 2017 fimmtíu þúsund dali. Það samsvarar um sjö milljónum króna.

Erlent
Fréttamynd

Lög­bann sett á til­skipun Trumps

Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni.

Erlent
Fréttamynd

Með á­hyggjur af stöðu hag­kerfisins

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi.

Erlent