Sakar Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum Framboð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað til kosningayfirvalda í Bandaríkjunum vegna meintra afskipta Breta af kosningabaráttunni vestanhafs. Erlent 23. október 2024 07:13
Bein útsending: Nýjustu tíðindi af baráttunni vestan hafs Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn. Erlent 22. október 2024 13:54
Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu. Erlent 22. október 2024 10:21
Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Erlent 21. október 2024 10:35
Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 19. október 2024 09:01
Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Erlent 18. október 2024 14:21
Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. Erlent 16. október 2024 07:09
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. Erlent 15. október 2024 11:40
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. Erlent 14. október 2024 14:01
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. Erlent 14. október 2024 08:55
„Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Maður sem var með tvö skotvopn og fjölmörg vegabréf í fórum sínum var handtekinn á kosningafundi Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Coachella-dal í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í gær. Erlent 13. október 2024 23:04
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12. október 2024 21:23
Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hefur staðfest fullyrðingar blaðamannsins Bob Woodward, sem greinir frá því í nýjustu bók sinni að Donald Trump hafi sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta Covid-próf þrátt fyrir skort í Bandaríkjunum. Erlent 11. október 2024 07:41
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Erlent 10. október 2024 22:14
Þorsteinn hefur gaman að Trump en er frekar Harris megin Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því bandaríska nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann styddi Donald Trump eða Kamölu Harris. Fótbolti 9. október 2024 14:45
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. Erlent 8. október 2024 15:10
Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum Kamala Harris vék sér fimlega undan því að svara því hvort Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri „náinn bandamaður“ í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var í gærkvöldi. Erlent 8. október 2024 08:05
„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. Erlent 7. október 2024 22:29
Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. Erlent 6. október 2024 00:16
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Erlent 4. október 2024 12:24
Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. Erlent 3. október 2024 09:01
Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Melania Trump, eiginkona Donald Trump, tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama í nýrri ævisögu sinni. Bókin kemur út um það bil mánuði eftir forsetakosningarnar. Erlent 3. október 2024 07:44
Vance með yfirhöndina í kurteisum kappræðum Varaforsetaefnin J.D. Vance og Tim Walz mættust í kappræðum í New York í gær, sem stjórnmálaskýrendur virðast sammála um að hafi verið óvenju kurteisar og fremur óspennandi. Erlent 2. október 2024 07:36
Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Erlent 1. október 2024 23:02
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 1. október 2024 07:24
Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29. september 2024 00:07
Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Erlent 27. september 2024 15:51
Þingmaður sagði fólki frá Haítí að „drulla sér“ frá Bandaríkjunum Clay Higgins, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Louisiana birti í gær tíst sem innihélt rasísk ummæli um innflytjendur frá Haítí. Þar endurtók hann lygar Donalds Trump um fólkið um að það væri að éta gæludýr fólks og sagði þeim meðal annars að „drulla sér“ úr Bandaríkjunum. Erlent 26. september 2024 15:18
Sonur tilræðismannsins handtekinn vegna barnaníðsefnis Oran Routh, sonur Ryan Routh, sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump á dögunum, var handtekinn í dag. Hann er grunaður um vörslu barnaníðsefni og var handtekinn í kjölfar leitar sem gerð var á heimili hans í Norður-Karólínu. Erlent 24. september 2024 16:41
Demókratar uggandi yfir niðurstöðum skoðanakannana Demókratar eru sagðir uggandi yfir skoðanakönnunum vestanhafs og óttast að stuðningur við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins, sé vanmetinn. Erlent 24. september 2024 07:43