
Arsenal enn taplausir eftir endurkomujafntefli
Arsenal björguðu stigi með frábærri endurkomu á Stamford Bridge í dag en Chelsea komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Arsenal björguðu stigi með frábærri endurkomu á Stamford Bridge í dag en Chelsea komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu bíður enn eftir að fá að sanna sig hjá enska B-deildarliðinu Cardiff þar sem hann er á láni frá Arsenal. Rúnar hefur aðeins leikið einn fyrir liðið hingað til.
Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum.
Manchester City komst aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu tveimur deildarleikjum. Manuel Akanji var rekinn af velli undir lok leiks, en það gerði ekki til og Englandsmeistararnir hirtu öll stigin þrjú.
Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall.
Liverpool sigraði Everton, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Rauða hersins.
Pep Guardiola og Roberto de Zerbi hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir slag Manchester City gegn Brighton í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð.
Skotinn Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool á Englandi, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður frá í um þrjá mánuði. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á blaðamannafundi í dag.
Arsenal gerði mistök með því að kaupa Kai Havertz frá Chelsea í sumar. Þetta segir fyrrverandi leikmaður Skyttanna.
Það er eitt að skapa sér færi og annað að nýta þau. Það getur auðvitað skipt öllu máli í fótbolta. Enska úrvalsdeildin birti stöðuna í deildinni ef að liðin hefðu nýtt færin sín í leikjunum.
Kalvin Phillips gæti fylgt Harry Kane, félaga sínum í enska landsliðinu, til Þýskalandsmeistara Bayern München.
Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt vallarstjóra utandeildarliðsins Rochdale í sex vikna bann fyrir kynþáttaníð.
Hvar er besta andrúmsloftið í ensku úrvalsdeildinni? Blaðamenn The Athletic fundu svarið við því.
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar íhuga að vera með leiki á aðfangadag.
Steve Parish, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, flutti ávarp á ráðstefnu þar sem hann kallaði eftir strangara launakerfi í kvennafótboltanum.
Nýráðinn knattspyrnustjóri Birmingham City og fyrrum enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney sagðist spenntur að mæta fyrrum liðsfélaga sínum Michael Carrick í fyrsta leik við stjórnvölinn.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi njósnara til að fylgjast með nígeríska framherjanum Victor Osimhen í landsleikjum.
Liverpool leikmaðurinn og Egyptinn Mohamed Salah hefur tjáð sig um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelsmenn hafa svarað hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna með mikilli hörku og stöðugum árásum sem hafa kostað þúsundir Palestínumanna lífið.
Dómarinn sem var í VAR-herberginu á frægum leik Everton og Liverpool haustið 2020 verður VAR-dómari í fyrsta sinn síðan þá hjá Liverpool um helgina.
Búist er við að Jim Ratcliffe muni á næstu dögum ganga frá kaupum á 25% hlut í Manchester United fyrir 1,3 milljarða punda. Stjórnarfundur hjá Manchester United fer fram á morgun.
Sir Jim Ratcliffe, sem mun væntanlega eignast fjórðungshlut í Manchester United, finnst félagið hafa farið illa að ráði sínu í leikmannakaupum á undanförnum árum. Að hans mati eru kaupin Brasilíumanninum Casemiro eitt dæmi um það.
Enn eitt landsleikjahléið er að klárast og það þýðir oftast bara eitt. Enska úrvalsdeildin byrjar aftur í hádeginu á laugardaginn með Liverpool-leik.
Danir rétt sluppu með þrjú stig frá leik sínum við San Marinó í undankeppni EM í gærkvöldi en Danir fengu á sig jöfnunarmark í leiknum.
Sandro Tonali, leikmaður Newcastle og ítalska landsliðsins, er í slæmum málum eftir að upp komst um veðmálafíkn hans.
Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United og danska landsliðsins, hefur engan áhuga á því að láta bera sig saman við norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland, leikmanna Manchester City og norska landsliðsins. Ekki strax í það minnsta.
Norður írski fótboltamaðurinn Jonny Evans hefur óvænt upplifað endurnýjun lífdaga sem leikmaður Manchester United.
Ensku fótboltadómararnir Darren England og Daniel Cook sem klikkuðu svo svakalega í myndbandadómgæslunni á leik Tottenham og Liverpool á dögunum voru ekki lengi í skammarkróknum.
Ef Sir Jim Ratcliffe eignast hlut í Manchester United og fær að ráða fótboltamálum hjá félaginu ætlar hann að fá einn af arkitektunum að góðu gengi Liverpool undanfarin ár.
Sjeik Jassim ætti að kaupa Liverpool til að hefna sín á Manchester United eftir að honum mistókst að kaupa félagið. Þessari hugmynd var varpað fram í hlaðvarpi Daily Mail, It's All Kicking Off.