Håland mættur til Barcelona í meðhöndlun til að ná stórleiknum Erling Braut Håland, stjörnuframherji Manchester City, er tæpur fyrir leik liðsins gegn Liverpool þann 1. apríl næstkomandi. Hann er mættur til Katalóníu en þangað sendir Man City leikmenn sína er þeir glíma við meiðsli. Fótbolti 25. mars 2023 08:01
Stig gætu verið tekin af Everton Fjárhagsstaða enska knattspyrnufélagsins Everton er einkar slæm. Talið er að félagið hafi brotið reglur úrvalsdeildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Verði það sannað gæti farið svo að stig verði tekin af liðinu. Enski boltinn 24. mars 2023 20:45
Vill að stuðningsmenn Man. United kaupi félagið með honum Finnskur auðjöfur hefur blandað sér inn í kapphlaupið um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Enski boltinn 24. mars 2023 09:31
Með lengri frest til að bjóða í Man. Utd eftir ringulreið Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld. Enski boltinn 23. mars 2023 07:32
Arsenal þurft að greiða mest í sektir vegna slæmrar framkomu Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann. Enski boltinn 23. mars 2023 07:01
„Home Alone“ hjálpaði Grealish eftir vonbrigðin á HM Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish sagði að skemmtiferð til New York og bandarísk jólamynd hafi hjálpað honum að vinna út úr vonbrigðunum á HM í Katar í desember. Enski boltinn 22. mars 2023 17:00
Vill að Conte sé nákvæmari í gagnrýni sinni Pierre-Emile Höjberg, leikmaður Tottenham, vill að Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins, skýri betur hvað hann átti við þegar hann úthúðaði öllu hjá Spurs í sannkallaðri eldræðu á blaðamannafundi eftir 3-3 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 22. mars 2023 12:31
Özil hættur í fótbolta Þýski knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að setja fótboltaskóna sína upp á hillu. Fótbolti 22. mars 2023 11:50
Félög eins og Liverpool gætu fengið Gavi frítt í sumar Spænska undrabarnið Gavi gæti yfirgefið Barcelona í sumar vegna þess að spænska félaginu ætlar ekki að takast að fullgilda nýjan risasamning hans. Enski boltinn 22. mars 2023 09:30
Ætla að stoppa leiki til að leyfa mönnum eins og Mo Salah og Kante að borða Dómarar í ensku úrvalsdeildinni og ensku neðri deildunum hafa verið beðnir um að taka tillit til íslömsku leikmanna hennar á meðan Ramadan stendur yfir. Enski boltinn 22. mars 2023 08:30
Á förum frá Liverpool eftir að hafa leikið aðeins fjórtán mínútur Brasilíski knattspyrnumaðurinn Arthur Melo verður ekki áfram í herbúðum Liverpool eftir að lánssamningur hans frá Juventus rennur út í sumar. Fótbolti 21. mars 2023 23:31
Hlé verði gert á leikjum svo leikmenn geti brotið föstu Dómarar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið tilmæli um að reyna að gera hlé á kvöldleikjum deildarinnar næsta mánuðinn svo þeir leikmenn sem fagna Ramadan geti brotið föstu. Fótbolti 21. mars 2023 22:37
Ákvörðun um framtíð Conte hjá Tottenham verði tekin fyrir helgi Ákvörðun um framtíð ítalska knattspyrnustjóarns Antonio Conte hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham verður tekin í vikunni. Raunar greina hinir ýmsu miðlar frá því að ákvörðunin verði tekin í seinasta lagi á fimmtudaginn. Fótbolti 21. mars 2023 17:46
West Ham vill Still Forráðamenn West Ham United ku hafa áhuga á Will Still, unga Englendingnum sem hefur gert frábæra hluti með Reims í frönsku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 21. mars 2023 13:30
Martröð fyrir Noreg: „Hélt að það væri fyrsti apríl“ „Þetta er það versta sem gat gerst,“ segir sérfræðingur TV 2 í Noregi um þau tíðindi dagsins að framherjinn Erling Braut Haaland væri dottinn út úr norska landsliðshópnum í fótbolta vegna meiðsla. Fótbolti 21. mars 2023 12:31
Man City menn sagðir sannfærðir um að þeir fái Bellingham í sumar Það lítur verr og verr út fyrir Liverpool að félagið getið fengið enska landsliðsmiðjumanninn Jude Bellingham til sín í sumar. Enski boltinn 21. mars 2023 09:30
Orðinn 75 ára og ráðinn stjóri Crystal Palace Roy Hodgson hefur ekki enn sagt sitt síðasta sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni því hann hefur verið ráðinn stjóri Crystal Palace og mun stýra liðinu út yfirstandandi leiktíð. Enski boltinn 21. mars 2023 08:19
Munu bjóða í Man United á nýjan leik Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Enski boltinn 20. mars 2023 22:01
Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. Enski boltinn 20. mars 2023 21:15
Marcus Rashford meiddur Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina. Enski boltinn 20. mars 2023 15:44
Fyrirliðinn fyrrverandi segir leikmenn Man Utd þurfa spark í afturendann Þrátt fyrir 3-1 sigur Manchester United á Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar á sunnudag segir fyrirliðinn fyrrverandi Roy Keane að leikmenn liðsins þurfi spark í afturendann. Enski boltinn 20. mars 2023 10:31
„Vorum klárlega betra liðið“ Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur. Enski boltinn 20. mars 2023 07:01
Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. Enski boltinn 19. mars 2023 23:00
Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. Enski boltinn 19. mars 2023 18:30
Brighton þægilega í undanúrslitin Brighton & Hove Albion er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi eftir 5-0 sigur á D-deildarliði Grimsby Town í dag. Enski boltinn 19. mars 2023 16:45
Arsenal með átta stiga forskot eftir sigur gegn þjálfaralausu liði Crystal Palace Arsenal vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 19. mars 2023 16:00
Manchester United í undanúrslit eftir öruggan sigur Manchester United tryggði sér farseðilinn í undanúrslit FA-bikars kvenna er liðið vann öruggan 1-3 sigur gegn B-deildarliði Lewes í dag. Fótbolti 19. mars 2023 14:35
Sheffield United í undanúrslit eftir endurkomusigur Sheffield United er á leið í undanúrslit FA-bikarsins eftir endurkomusigur gegn Blackburn Rovers í dag. Lokatölur 3-2, en Blackburn náði forystunni í tvígang í leiknum. Fótbolti 19. mars 2023 14:00
Enginn spilað meira en Bruno Fernandes Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð. Enski boltinn 19. mars 2023 08:01
Lét allt og alla hjá Tottenham heyra það eftir leik Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum. Enski boltinn 18. mars 2023 23:30