Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Stig gætu verið tekin af E­ver­ton

    Fjárhagsstaða enska knattspyrnufélagsins Everton er einkar slæm. Talið er að félagið hafi brotið reglur úrvalsdeildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Verði það sannað gæti farið svo að stig verði tekin af liðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vill að Conte sé nákvæmari í gagnrýni sinni

    Pierre-Emile Höjberg, leikmaður Tottenham, vill að Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins, skýri betur hvað hann átti við þegar hann úthúðaði öllu hjá Spurs í sannkallaðri eldræðu á blaðamannafundi eftir 3-3 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham vill Still

    Forráðamenn West Ham United ku hafa áhuga á Will Still, unga Englendingnum sem hefur gert frábæra hluti með Reims í frönsku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Munu bjóða í Man United á nýjan leik

    Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vill að Mitro­vić og Fernandes fái tíu leikja bann

    Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Marcus Rashford meiddur

    Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Vorum klár­lega betra liðið“

    Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enginn spilað meira en Bruno Fernandes

    Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð.

    Enski boltinn