
Nottingham Forest í úrslit umspilsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Nottingham Forest er á leið í hreinan úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 4-2 sigur gegn Sheffield United í vítaspyrnukeppni.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Nottingham Forest er á leið í hreinan úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 4-2 sigur gegn Sheffield United í vítaspyrnukeppni.
Liverpool heldur enn í vonina um Englandsmeistaratitilinn eftir 1-2 útisigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gagnrýndi liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins gegn Newcastle í gærkvöldi. Hann segir að stressaðir leikmenn eigi að vera heima hjá sér og að liðið eigi ekki skilið að fara í Meistaradeildina miðað við frammistöðuna í leiknum.
Raheem Sterling fær mjög ósanngjarna meðferð hjá breskum fjölmiðlum ef marka má liðsfélaga hans og stórstjörnu hjá Manchester City.
Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn.
Newcastle United gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal 2-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eru tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur þegar ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni.
Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú.
Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins.
Það var mikill fögnuður í búningsklefa Liverpool eftir sigurinn á Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley um helgina en þar voru ekki bara leikmenn og starfsmenn nýkrýndu bikarmeistaranna.
Liverpool hefur unnið tvo titla á tímabilinu og þá báða eftir sigur í framlengdri vítakeppni á Wembley. Leikmenn Liverpool hafa verið sterkari á taugum í vítakeppnunum og það kemur ekki alveg af sjálfu sér.
Gærdagurinn var erfiður fyrir Everton í síðasta heimaleik tímabilsins og það lítur út fyrir að stuðningsmenn félagsins hafi orðið sér og sínum til skammar í mótlætinu.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði leikmönnum sínum eftir endurkomu liðsins gegn West Ham United. Meistararnir lentu 0-2 undir en komu til baka og hefðu getað náð í stigin þrjú ef Riyad Mahrez hefði ekki brennt af vítaspyrnu.
Everton tapaði 2-3 gegn Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið missti tvívegis niður forystu og nældi sér í tvö rauð spjöld.
Chelsea er enskur bikarmeistari kvenna eftir 3-2 sigur gegn Manchester City í framlengdum leik á Wembley í dag.
Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford.
Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins.
Tottenham vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Burnley í næst seinustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar.
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eiga enn möguleika á að vinna fernuna frægu eftir sigur liðsins gegn Chelsea í úrslitum enska bikarsins í gær.
Þýska úrvalsdeildarliðið Borussia Dortmund þarf ekki að hafa áhyggjur af því að missa annan af sínum verðmætustu leikmönnum í sumar en ljóst er að sá verðmætasti mun yfirgefa félagið þar sem Norðmaðurinn Erling Braut Haaland er á leið til ensku meistaranna í Manchester City.
Jurgen Klopp reiknar með að Mohamed Salah og Virgil van Dijk verði báðir klárir í slaginn fljótt eftir að hafa þurft að fara meiddir af velli í bikarúrslitaleik Liverpool og Chelsea í dag.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir að hafa séð lið sitt tryggja enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag.
Liverpool er enskur bikarmeistari í fyrsta sinn í sextán ár og tvöfaldur bikarmeistari á tímabilinu eftir að hafa áður unnið deildabikarinn.
Nottingham Forest vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Sheffield United í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Úrslitaleikur FA-bikars kvenna fer fram á morgun þegar Chelsea og Manchester City eigast við á Wembley. Nú þegar er búið að selja yfir 55 þúsund miða á leikinn og því stefnir í að nýtt áhorfendamet verði sett á kvennaleik á Englandi.
Heung-Min Son er í harðri baráttu við Liverpool-manninn Mohamed Salah um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kóreumaðurinn segist hins vegar vera tilbúinn að fórna titlinum ef það þýðir að Tottenham vinnur sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims.
Englandsmeistarar Manchester City hafa verið sektaðir um fjórtán þúsund evrur fyrir „óviðeigandi framkomu liðsins“ í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Atlético Madrid á dögunum.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi.
Luton tók á móti Huddersfield í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin fara jöfn í seinni leikinn, en leikur kvöldsins endaði með 1-1 jafntefli.