Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Ekkert lið fengið færri stig en City

    Margur klórar sér í kollinum yfir agalegu gengi Englandsmeistara Manchester City sem töpuðu enn einum leiknum, 2-1 fyrir Manchester United á Etihad-vellinum í gær. Ekkert lið hefur safnað færri stigum frá 1. nóvember.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þórir vildi Haaland í hand­boltann

    Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sparkað eftir skelfi­legt gengi

    Southampton er búið að reka knattspyrnustjórann Russell Martin eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu til þessa. Southampton er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jólin verða rauð í Manchester­borg

    Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Úlfastjórinn rekinn

    Knattspyrnustjórinn Gary O‘Neil hefur verið rekinn úr starfi hjá Wolves. Hann skilur við liðið í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sextán leiki.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segist ekkert hafa rætt við Man. City

    Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

    Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ýtti öryggis­verði eftir tapið gegn Ipswich

    Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stór­sigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið

    Newcastle kom sér aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 4-0 stórsigri gegn Leicester, sem þar með tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Ruud van Nistelrooy. Wolves tapaði 2-1 á heimavelli gegn Ipswich svo dagar Gary O‘Neil gætu verið taldir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara

    Liverpool og Fulham gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool voru einum færri í sjötíu mínútur í leiknum en tókst engu að síður að koma til baka í tvígang.

    Enski boltinn