Gistinóttum fjölgaði um fimmtung Gistinætur á hótelum voru 193.200 í janúar sem er aukning um 20 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 26. febrúar 2016 10:33
Tólf mál vegna Hótels Grímsborga á borði Bárunnar "Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir. Innlent 26. febrúar 2016 07:00
Menning skapar milljarða Beinar tekjur af síðustu hátíð voru 1,7 milljarðar og svo getum við notað 1,8 í margfeldi. Þá eru það um 3 milljarðar,“ segir Grímur Atlason. Innlent 26. febrúar 2016 07:00
Ferðamenn fá kennslustund í íslenskum sundsiðareglum Ný herferð frá Inspired by Iceland leggur áherslu á að kenna ferðamönnum hvernig rétt sé að haga sér á Íslandi. Innlent 25. febrúar 2016 20:29
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. Innlent 24. febrúar 2016 23:38
Íslensk norðurljósamynd úr öskunni rís og flýgur um heiminn Hallgrímur P. Helgason áhugaljósmyndari er þrumulostinn vegna allrar athyglinnar. Innlent 24. febrúar 2016 17:09
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ Innlent 24. febrúar 2016 15:51
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. Innlent 24. febrúar 2016 11:45
Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. Lífið 24. febrúar 2016 10:52
Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola Skoðun 24. febrúar 2016 07:00
Hver borgar reikninginn? „En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Skoðun 22. febrúar 2016 13:10
Þjóðtungan ræður ríkjum á norrænum flugvöllum Á upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli eru upplýsingar fyrst á ensku. Innlent 22. febrúar 2016 13:06
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. Bílar 22. febrúar 2016 11:27
Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Í auglýsingunni sést hann stimpla inn rangt heimilisfang á leið sinni til Siglufjarðar. Innlent 21. febrúar 2016 14:00
Geysir gaus í gær af sjálfsdáðum Sjaldgæft er núorðið að goshverinn heimsfrægi gjósi án aðstoðar. Innlent 21. febrúar 2016 11:10
Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ Innlent 19. febrúar 2016 14:46
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. Innlent 19. febrúar 2016 12:27
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. Innlent 18. febrúar 2016 22:00
Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. Innlent 18. febrúar 2016 16:23
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. Innlent 18. febrúar 2016 15:55
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Innlent 18. febrúar 2016 14:46
Tugir íslenskra fyrirtækja auglýsa eftir sjálfboðaliðum "Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Innlent 18. febrúar 2016 10:45
Viljum við ekki þrjá milljarða? Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, Skoðun 18. febrúar 2016 07:00
Selja ferðir að leynilegum fossi í afrétti Hrunamannahrepps Félagið Secret Local Adventurers fær aðgang að fjallakofa Hrunamannahrepps og heimild til að merkja gönguleið að Búðarárfossi. Ætla að gera kofann upp og kynna ferðamönnum. Stefna á leynda staði sem aðrir aka ekki á með sína gesti. Innlent 18. febrúar 2016 07:00
Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu Báran stéttarfélag skoðar hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 18. febrúar 2016 07:00
Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. Innlent 18. febrúar 2016 07:00
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. Innlent 16. febrúar 2016 07:00
Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. Innlent 15. febrúar 2016 20:00
Fyrstu hugmyndir Stjórnstöðvar ferðamála kynntar á vormánuðum Tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári sem er um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndir nýstofnaðrar Stjórnstöðvar ferðamála í vor. Innlent 15. febrúar 2016 19:30
Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. Innlent 15. febrúar 2016 16:21