
Sjötíu og tvö þúsund ferðamenn í apríl
Aukning ferðamanna hefur verið milli ára alla fjóra mánuði frá áramótum.
Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.
Aukning ferðamanna hefur verið milli ára alla fjóra mánuði frá áramótum.
Erlendir ferðamenn eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum.
Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta.
Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum?
Sérstök undantekning frá þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins.
Hvalaskoðunarsamtök Íslands lýsa yfir áhyggjum af fækkun hrefnu við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins.
Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara.
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála óttast að langvarandi verkfall muni hafa neikvæð áhrif á komu erlendra ferðamanna hingað til lands og segir að staðan sé grafalvarleg.
Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni.
Fyrstu verkföll VR, LÍV og Flóabandalagsins hefjast 28. maí verði aðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Stefnt er að ótímabundnu allsherjarverkfalli frá og með 6. júní, takist ekki samingar. Ekki dugi það eitt að lýsa yfir góðæri.
Stór skriða féll í Dyrhólaey í gær og tók í sundur göngustíg sem er iðulega notaður.
"Ég gekk bara fram á þetta með hóp af ferðamönnum núna í hádeginu,“ segir Aron Reynisson, leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Stór skriða féll í Dyrhólaey og tók í sundur göngustíg sem er iðulega notaður.
„Það er eitt að hafa nágranna sem maður þekkir, eða fjöldann allan af alls konar fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ segir Jón Lárusson, íbúi á Selfossi sem sendi bæjaryfirvöldum bréf vegna ónæðis af gestum á gistiheimili í næsta húsi.
Ekki er vitað um líðan þeirra sem slösuðust í bílslysi austan við Hvolsvöll í dag.
Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast að hverfa. Fleiri heilsárstörf verða því til sem gæti þýtt fleiri störf fyrir menntað fólk í greininni. Erfiðlega gengur þó að manna störf með heimamönnum á landsbyggðinni.
Hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög og því ekki fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku stjórnvalda á næstu misserum falla í góðan jarðveg hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).
Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun.
Framkvæmdum á Reykjanesi var slegið á frest vegna deilna í stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness og fjárskorts. Nýr formaður ætlar að snúa vörn í sókn.
Guðrún Karólína Guðjónsdóttir er ósátt við framkomu franskra ferðamanna sem hún skutlaði til Reykjavíkur.
Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu.
Skógrækt ríkisins og Foss Distillery vinna saman að því að safna birkisafa til þróunarverkefna. Birkisafa má nýta í sírópsgerð, bakstur, ís, líkjöragerð auk þess sem hann er að verða vinsælt hráefni í kokteila. Söfnunin er best á þessum árstíma.
Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana.
Ekki er vitað hverrar þjóðar sjöundi hver ferðamaður er sem kemur hingað til lands.
Fjölgun skemmtiferðaskipa.
Fararstjóri og ljósmyndari segir alltof fá almenningssalerni á landsbyggðinni fyrir ferðamenn. Oft þurfi að keyra marga tíma úr leið til að komast á salerni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir og segist skammast sín.
Þótt mikið hafi áunnist við uppbyggingu á Þingvöllum er mikið verk óunnið ef mögulegt á að verða að taka á móti mörg hundruð þúsund ferðamönnum á hverju ári. Náttúrufræðistofnun Íslands lýsir áhyggjum í úttekt á álagi í þjóðgarðinum.
Með ólíkindum þykir að ekki skuli hafa farið verr.
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag.
Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina.
Fjölskylda í Tælandi skutlaði Hinriki sextíu kílómetra eftir að hraðbankinn át visakortið hans.