Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Innlent 1. maí 2023 07:00
Stoðir kaupa ráðandi hlut í Arctic Adventures Stoðir leiða hóp innlendra fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á samtals nærri helmingshlut í Arctic Adventures. Viðskiptin voru gerð eftir að fyrrverandi forstjóri félagsins nýtti sér forkaupsrétt og seldi áfram hlutina í Arctic Adventures til fjárfestingafélagsins sem er nú orðið stór eigandi í þremur ferðaþjónustufyrirtækjum. Innherji 28. apríl 2023 11:48
Sextíu prósent fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. Viðskipti innlent 27. apríl 2023 18:32
„Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. Viðskipti innlent 27. apríl 2023 16:02
Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí vegna framkvæmda. Verið er að skipta um göngupall sem sé eina örugga aðkoman að leirhverunum á svæðinu. Innlent 24. apríl 2023 11:09
Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. Viðskipti innlent 24. apríl 2023 09:36
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. Innlent 16. apríl 2023 11:14
Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Innlent 16. apríl 2023 10:07
Sigraðist á áfallastreitu og þunglyndi ein í Íslandsför Breski rithöfundurinn Anita Sethi segir frá því í bloggfærslu hvernig hún horfðist í augu við ótta sinn eftir að hafa slasast illa hér á landi. Að endurhæfingu lokinni mætti hún aftur keik til leiks og upplifði sanna töfra íslenskrar náttúru. Lífið 14. apríl 2023 07:01
Deildu um leigu á gistiheimili vegna brúðkaups í Svarfaðardal Héraðsdómur Reykjaness hefur leitt til lykta deilu rekstrarfélags gistiheimilisins Húsabakka í Svarfaðardal á Tröllaskaga og manns um leigu á herbergjum í tengslum við brúðkaup sem haldið var í ágúst síðastliðinn. Bæði var deilt var um nýtingu á hótelherbergjum, afslætti og að ekki hafi allir gestir fengið þá gistingu sem lofað var. Neytendur 13. apríl 2023 10:01
Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík Mun fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða enda ferð sína í Reykjavík en áður og skila því meiri tekjum til íslenskra þjónustufyrirtækja. Byggja á nýja fimm þúsund fermetra móttökumiðstöð í Sundahöfn á næstu tveimur árum. Innlent 12. apríl 2023 19:31
Ekki lengur ókeypis klósettferðir í Hörpu Gjaldtaka er hafin á ný fyrir salernisaðstöðu í bílakjallara í Hörpu. Fyrst var byrjað að rukka fyrir salernisferðir í húsinu í júní árið 2017 en það var svo lagt af nokkrum mánuðum síðar. Næstu ár var svo aftur rukkað fyrir salernisferðir yfir sumartímann. Innlent 12. apríl 2023 15:37
Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. Neytendur 12. apríl 2023 07:49
„Það skemmir ekki hár“ Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. Innlent 11. apríl 2023 23:54
Farþegafjöldi Play þrefaldast milli ára Tæplega 87 þúsund manns flugu með flugfélaginu Play í marsmánuði. Sætanýting félagsins var 80,6 og stundvísi 87,4 prósent. Viðskipti innlent 11. apríl 2023 10:30
Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu. Innlent 9. apríl 2023 20:05
Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Innlent 9. apríl 2023 19:57
Óska eftir að leiðinni verði lokað eftir að stígar fóru að gefa sig Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa óskað eftir að hinni vinsælu gönguleið í Reykjadal verði lokað þar til annað verði ákveðið vegna mikillar rigningar og aurburðar á svæðinu. Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott á gönguleiðinni og að göngustígar séu farnir að gefa sig. Innlent 9. apríl 2023 10:11
Allt fullt af fólki í sumarbústöðum yfir páskana Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu. Innlent 8. apríl 2023 13:05
„Leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild“ Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru enn óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðana í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarfið því mikil vonbrigði. Innlent 6. apríl 2023 19:09
Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. Viðskipti innlent 6. apríl 2023 10:51
Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. Innlent 5. apríl 2023 17:13
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. Innlent 5. apríl 2023 15:44
Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 5. apríl 2023 13:50
Hárið „ónýtt“ eftir heimsókn í Bláa lónið „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok sem vakið hefur mikla athygli. Lífið 4. apríl 2023 22:08
Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 3. apríl 2023 22:48
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll líklegast fullnýtt um páskana Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina. Innlent 3. apríl 2023 15:13
„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Innlent 2. apríl 2023 20:05
Birta nýr markaðsstjóri Arctic Adventures Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi. Viðskipti innlent 31. mars 2023 07:10
Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Innlent 30. mars 2023 18:03