Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fóru laugardaginn 1. júní 2024.



Fréttamynd

Halla fær að koma inn í eld­húsið tvisvar á ári

Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta er þér að kenna“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lítið talað opinberlega um það hvernig síðustu dagar hennar í ríkisstjórn voru, hvernig samstarfsfólk hennar kom fram við hana, eða hvernig henni leið þegar hún var síðan ekki kosin forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð milljónir í bar­áttuna um Bessa­staði

Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna.

Innlent
Fréttamynd

Kom út í plús eftir fram­boðið

Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús.

Innlent
Fréttamynd

Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu

Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar.

Innlent
Fréttamynd

Átta milljónir úr eigin vasa

Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa.

Innlent
Fréttamynd

Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund

Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég gaf ykkur mitt besta“

„Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Egill telur eitt og annað ó­ljóst við bílatilboð Ástþórs

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær.

Innlent