Ísland mætir tveimur lakari liðum á heimavelli Messis Knattspyrnusamband Íslands hefur nú greint frá því hverjir andstæðingar karlalandsliðsins í fótbolta verða í tveimur vináttulandsleikjum í janúar. Fótbolti 5. desember 2023 14:31
Gamall United-maður gagnrýndur fyrir að þykjast hella sápu upp í son sinn Phil Bardsley, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fleiri liða, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þykjast þvo munn sonar síns með sápu. Enski boltinn 5. desember 2023 14:00
Pogba og Sancho voru alltaf seinir á æfingar Óstundvísi var mikið vandamál í herbúðum Manchester United samkvæmt Nemanja Matic, fyrrverandi leikmanni liðsins. Tvær af stjörnum United voru sérstaklega slæmar í þessum efnum. Enski boltinn 5. desember 2023 13:31
Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. Fótbolti 5. desember 2023 13:00
Fyrsti stjórinn sem rekinn er í vetur Sheffield United, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt knattspyrnustjóranum Paul Heckingbottom upp störfum. Hann er fyrsti stjóri deildarinnar sem er látinn taka pokann sinn í vetur. Enski boltinn 5. desember 2023 12:43
De Gea sagður til í að koma til Newcastle Óvænt endurkoma í ensku úrvalsdeildina gæti verið í kortunum því spænski markvörðurinn David De Gea útilokar það ekki að bjarga Newcastle í sínum markvarðarvandræðum. Enski boltinn 5. desember 2023 10:31
Mikill vill meira og fékk það líka í gær Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar er meira en ellefu hundruð milljarða króna virði en deildin hefur gengið frá samningum við Sky Sports, TNT Sports og breska ríkisútvarpið BBC. Enski boltinn 5. desember 2023 09:31
Lars með lausnina fyrir Svía: Ráðið Heimi Svíar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandslið sitt í fótbolta. Lars Lagerbäck bendir löndum sínum á að tala við sinn gamla samstarfsmann og vin, Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. Fótbolti 5. desember 2023 08:00
Gallsúr stemning í klefa Man. Utd Miðlar á borð við Sky Sports og ESPN greina frá því að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sé búinn að missa stuðning allt að helmings leikmannahóps síns. Stífar æfingar, hrokafullt leikskipulag og meðferðin á Jadon Sancho er meðal þess sem sagt er valda óánægju. Enski boltinn 5. desember 2023 07:31
Man City gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna hegðunar leikmanna Enska knattspyrnusambandið er ekki sátt með hegðun leikmanna Manchester City í 3-3 jafnteflinu gegn Tottenham Hotspur um helgina. Gætu Englandsmeistararnir átt yfir höfði sér refsingu. Enski boltinn 4. desember 2023 23:02
Sverrir Ingi á toppinn í Danmörku eftir stórsigur Midtjylland sigraði Viborg 5-1 í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni. Með sigrinum eru Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Fótbolti 4. desember 2023 20:30
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-6 | Stelpurnar ekki á HM eftir afhroð gegn Austurríki Ísland og Austurríki mættust í umspili um sæti á HM U-20 ára í fótbolta kvenna. Leikið var á Salou á Spáni. Hvað leikinn varðar þá sá Ísland aldrei til sólar og Austurríki vann einkar öruggan 6-0 sigur. Fótbolti 4. desember 2023 18:20
Ofurtölvan spáir United hræðilegri niðurstöðu Ef reikningar ofurtölvu veðmálafyrirtækisins Bettingexpert rætist endar Manchester United neðar en liðið hefur nokkru sinni endað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4. desember 2023 17:00
Fyrsta framherjamarkið hjá íslenska landsliðinu síðan í apríl Diljá Ýr Zomers skoraði markið sem á endanum var munurinn á liðunum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið. Markið var ekki aðeins mikilvægt heldur einnig langþráð. Fótbolti 4. desember 2023 16:31
Keane trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá ömurlegan árangur United Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, trúði ekki eigin augum þegar hann sá skelfilegan árangur liðsins undir stjórn Eriks ten Hag á útivelli gegn sterkustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4. desember 2023 15:00
Átján ára nýliði í markinu gegn Dönum Valskonan unga Fanney Inga Birkisdóttir mun spila sinn fyrsta A-landsleik á morgun þegar Ísland mætir Danmörku í Viborg, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Fótbolti 4. desember 2023 13:16
Stuðningsmaður Nantes stunginn til bana Stuðningsmaður Nantes lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn fyrir leik liðsins gegn Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Fótbolti 4. desember 2023 11:30
Stelpurnar geta komið Íslandi á HM í Kólumbíu í dag Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í fótbolta er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins næsta haust. Fótbolti 4. desember 2023 11:01
Þrír stafir gætu komið Haaland í vandræði hjá aganefndinni Erling Haaland gjörsamlega trompaðist í blálok leiks Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að dómarinn leyfði ekki hagnað sem hefði væntanlega fært City sigurmarkið í leiknum. Enski boltinn 4. desember 2023 10:01
Sammála Þorsteini: „Til háborinnar skammar“ Barna- og menntamálaráðherra fagnar gagnrýni landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta á hans störf. Hann segir aðstöðumál afreksíþrótta á Íslandi vera til skammar. Fótbolti 4. desember 2023 08:00
„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. Enski boltinn 4. desember 2023 07:31
Joao Felix tryggði sigurinn gegn gömlum liðsfélögum Barcelona sótti dýrmæt þrjú stig úr viðureign sinni gegn Atletico Madrid. Joao Felix skoraði eina mark leiksins gegn sínum gömlu félögum. Fótbolti 3. desember 2023 22:00
Inter í engum vandræðum með meistarana Ríkjandi Ítalíumeistarar Napoli tóku á móti núverandi toppliði deildarinnar, Inter Milan, í stórleik helgarinnar úr ítalska boltanum. Gestirnir gerðu sér góða ferð og unnu leikinn örugglega að endingu 0-3. Fótbolti 3. desember 2023 22:00
Klopp staðfesti hnémeiðsli og langa fjarveru Matip Liverpool vann sterkan endurkomusigur í sjö marka leik á Anfield. Lokatölur urðu 4-3 gegn Fulham, það skyggði þó aðeins á sigursælu liðsins að Joel Matip hafi farið meiddur af velli. Enski boltinn 3. desember 2023 19:11
Allt stefndi í fall en Haugesund hélt sér uppi Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Bodø/Glimt hafði þegar tryggt sér titilinn en staðan var enn óráðin í fallbaráttunni og Haugesund tókst með ótrúlegum hætti að tryggja áframhaldandi sæti í efstu deild. Fótbolti 3. desember 2023 18:35
Ótrúlegur endir á stórkostlegum leik Tottenham tryggði stig úr viðureign sinni gegn Manchester City í uppbótartíma eftir gífurlega fjörugan leik. Allt stefndi í fjórða tapleik Tottenham í röð en þeir neituðu að gefast upp og uppskáru undir lokin 3-3 jafntefli gegn Englandsmeisturunum. Enski boltinn 3. desember 2023 18:27
Kristian fremstur í flokki á uppleið Ajax Kristian Hlynsson skoraði annan leikinn í röð þegar Ajax lagði NEC Nijmegen 2-1 að velli. Alfons Sampsted fagnaði 3-1 sigri með Twente gegn Willumi Þór og félögum í Go Ahead Eagles. Fótbolti 3. desember 2023 17:57
Lærisveinar Pirlo steinlágu fyrir Birki og félögum í Brescia Birkir Bjarnason setti annað mark sitt í síðustu þremur leikjum þegar Brescia lagði Sampdoria örugglega að velli. Lærisveinar Andrea Pirlo klóruðu í bakkann undir lokin eftir algjöra yfirburði Brescia og minnkuðu muninn í 3-1, sem urðu lokatölur leiksins. Fótbolti 3. desember 2023 17:27
Tíu leikmenn Chelsea héldu út gegn Brighton Chelsea vann mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 3. desember 2023 16:11
Mögnuð endurkoma Liverpool í ótrúlegum leik Liverpool vann ótrúlegan 4-3 sigur er liðið tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 3. desember 2023 16:06