„Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Fátt annað en fall virðist blasa við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið situr á botninum en fyrirliðinn Mario Lemina segir fráleitt að kenna stjóranum Gary O‘Neil um það. Enski boltinn 7. október 2024 07:33
Sakaður um að öskra „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ Aral Şimşir, leikmaður Midtjylland í Danmörku, hefur verið sakaður um að öskra „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ í átt að leikmönnum ísraelska félagsins Maccabi Tel Aviv þegar liðin mættust í Evrópudeild karla í knattspyrnu á dögunum. Fótbolti 7. október 2024 07:02
Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Manchester United hefur ekki byrjað tímabilið verr síðan árið 1989 þegar það endaði í 13. sæti efstu deildar ensku knattspyrnunnar. Enski boltinn 6. október 2024 22:45
„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. Fótbolti 6. október 2024 22:01
„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 6. október 2024 21:45
„Þegar þeir misstíga sig þá misstígum við okkur líka“ Davíð Ingvarsson skoraði bæði mörk Breiðabliks er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik og Víkingur eru enn jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Fótbolti 6. október 2024 21:23
Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Fótbolti 6. október 2024 20:47
Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 6. október 2024 20:05
Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. Sport 6. október 2024 19:38
Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður þegar HK jafnaði undir lok leiks liðanna í kvöld. Hann fékk að launum reisupassann og hans menn fallnir niður um deild. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:22
„Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var eðlilega ánægður að leik loknum á Akureyri í dag þar sem hans menn unnu 4-0 sigur á KA í Bestu deild karla. KR nú unnið tvo leiki í röð og með markatöluna 11-1 í leikjunum tveimur. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:20
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir Víking á lokamínútunni í uppbórtartíma seinni hálfleiks. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:02
Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í spennutrylli. Allt benti til þess að Fylkir myndi klára þetta en Brynjar Snær Pálsson jafnaði í uppbótartíma og Fylkir er fallið. Uppgjör og viðtöl væntnaleg. Íslenski boltinn 6. október 2024 18:52
Orri Steinn spilaði ekki í jafntefli gegn Atl. Madríd Real Sociedad og Atlético Madríd gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu. Fótbolti 6. október 2024 18:30
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Val líkt og Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna svo staðan er óbreytt á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu þegar það eru tvær umferðir eftir. Íslenski boltinn 6. október 2024 18:30
Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, telur sig enn hafa stuðning forráðamanna félagsins eftir ömurlega byrjun þess á leiktíðinni. Enski boltinn 6. október 2024 18:30
Ótrúleg endurkoma Brighton Brighton & Hove Albion vann frábæran 3-2 endurkomusigur á Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 6. október 2024 17:45
„Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ „Þetta var mjög sætt, sérstaklega í ljósi þess að við fengum á okkur svona heldur slæmt mark í byrjun. Gott að koma til baka og vinna þetta örugglega,“ sagði Árni Marínó, markmaður ÍA, eftir 4-1 endurkomusigur Skagamanna gegn FH. Íslenski boltinn 6. október 2024 16:24
Lewandowski sá um Alavés Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan. Fótbolti 6. október 2024 16:10
Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram KA tók á móti KR á Akureyri í dag en fyrir leik voru gestirnir enn í fallhættu á meðan Akureyringar sátu í efsta sæti neðri helmings Bestu deildarinnar. KR-ingar mættu fullir sjálfstrausts inn í leikinn og unnu sannfærandi 0-4 sigur gegn lúnum KA-mönnum. Íslenski boltinn 6. október 2024 16:00
Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið ÍA lenti undir á fyrstu mínútu gegn FH en sneri leiknum sér í hag með glæsibrag og vann 4-1 sigur. Skagamenn eru nú aðeins tveimur stigum frá þriðja sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 6. október 2024 16:00
Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Íslenski boltinn 6. október 2024 15:53
Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Viðar Örn Kjartansson hefur tekið betri vítaspyrnur á ferli sínum en hann gerði í leik KA og KR í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis í dag. Íslenski boltinn 6. október 2024 15:22
Forest fékk stig manni færri Nottingham Forest og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 6. október 2024 15:03
Markalaust á Villa Park Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 6. október 2024 15:00
Varði víti frá þremur mismunandi leikmönnum í sama leiknum Markvörðurinn Paulo Gazzaniga var hetja Girona þegar liðið lagði Athletic Bilbao að velli, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Hann varði vítaspyrnur frá þremur leikmönnum Athletic. Fótbolti 6. október 2024 14:17
Sævar Atli braut ísinn og tryggði Lyngby stig Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon skoraði jöfnunarmark Lyngby gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-1. Sønderjyske tapaði hins vegar fyrir Nordsjælland, 1-4. Fótbolti 6. október 2024 13:59
Arnór lét til sín taka í þriðja sigri Fredericia í röð Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir, vann öruggan sigur á Nordsjælland, 32-23, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Handbolti 6. október 2024 13:35
Juventus fékk loksins á sig mark Eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu fékk Juventus loks á sig mark þegar Cagliari kom í heimsókn í dag. Lokatölur 1-1. Fótbolti 6. október 2024 12:32
Vaknar Árbærinn aftur? Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. Íslenski boltinn 6. október 2024 12:04