Mál Morten Beck ekki lengur á borði ÍSÍ Mál Morten Beck, fyrrum leikmanns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun. Íslenski boltinn 5. september 2023 15:49
Vilja fá Guardiola til að taka við enska landsliðinu Enska knattspyrnusambandið vill fá Pep Guardiola til að taka við enska karlalandsliðinu ef Gareth Southgate hættir eftir EM á næsta ári. Enski boltinn 5. september 2023 15:01
Spánverjar reka heimsmeistaraþjálfarann Eins og við var búist hefur spænska knattspyrnusambandið sagt Jorge Vilda upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins, þrátt fyrir að hafa gert það að heimsmeisturum í síðasta mánuði. Fótbolti 5. september 2023 14:48
Onana snýr aftur í landsliðið eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í fyrra Andre Onana, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið þrátt fyrir að hafa lagt landsliðshanskana á hilluna á síðasta ári. Fótbolti 5. september 2023 13:30
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. Íslenski boltinn 5. september 2023 13:01
Van Gaal segir að allt hafi verið gert til að láta Messi vinna HM Louis van Gaal segir að allt hafi verið gert til að láta Lionel Messi og Argentínu vinna heimsmeistaramótið í Katar í fyrra. Hann segir að brögð hafi verið í tafli. Fótbolti 5. september 2023 11:31
Sádarnir gera eitt klikkað lokatilboð í Salah upp á rúmlega tvö hundruð milljónir Forráðamenn Al-Ittihad eru ekki búnir að gefast upp á að fá Mohamed Salah til liðsins og ætla að gera eitt loka tilboð í Liverpool-manninn. Enski boltinn 5. september 2023 11:00
Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni. Fótbolti 5. september 2023 10:00
Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Enski boltinn 5. september 2023 09:31
Leikmenn spænska karlaliðsins fordæma hegðun Rubiales Leikmenn spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu fordæma hegðun Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir úrslitaleik HM kvenna þar sem spænska kvennalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í sögunni. Fótbolti 5. september 2023 09:00
Spila hljóðbrot af samskiptum dómara í nýjum sjónvarpsþætti Enska dómarasambandið PGMOL og enska úrvalsdeildin munu reglulega spila hljóðbrot af samskiptum dómara á vellinum og þeirra í VAR-herbergjum landsins í nýjum sjónvarpsþætti þar sem Michael Owen og Howard Webb munu fara yfir VAR-dóma hverrar umferðar fyrir sig. Fótbolti 5. september 2023 08:31
Antony sendur heim vegna ásakana kærustunnar Knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins eftir ásakanir kærustu hans um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Fótbolti 5. september 2023 08:02
Fullyrða að þjálfari heimsmeistaranna verði látinn fara í vikunni Spænski miðillinn Sport.es greindi frá því í gærkvöldi að búið sé að taka ákvörðun um að láta Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, taka poka sinn í vikunni. Fótbolti 5. september 2023 07:30
Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti. Íslenski boltinn 4. september 2023 22:50
Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Enski boltinn 4. september 2023 22:10
Toppliðið tapaði í Grindavík Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Víkings í Lengjudeild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 4. september 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. Íslenski boltinn 4. september 2023 21:10
Koeman tekur illa í ákvörðun Gravenberch að gefa ekki kost á sér Ryan Gravenberch, nýjasti lekmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, neitaði að mæta í verkefni með U-21 árs landsliði Hollands. Segja má að sú ákvörðun hafi ekki vakið mikla lukku hjá Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands. Enski boltinn 4. september 2023 20:15
Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því. Fótbolti 4. september 2023 19:30
Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. Fótbolti 4. september 2023 19:01
Þrír leikir án sigurs hjá Kristianstad Íslendingalið Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án sigurs. Fótbolti 4. september 2023 18:21
Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. Fótbolti 4. september 2023 17:30
Segir eigendur Man United vera í leik og líta á félagið sem leikfang Sperkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að eigendur félagsins telji sig vera í leik og að Manchester United sé leikfangið. Fótbolti 4. september 2023 17:01
Ramos á leið heim til Sevilla Sergio Ramos hefur samþykkt að ganga í raðir uppeldisfélagsins Sevilla, átján árum eftir að hann yfirgaf það. Fótbolti 4. september 2023 16:30
Teknir á teppið af sínum eigin stuðningsmönnum eftir leik í gær Leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Lyon í fótbolta fengu óánægju stuðningsmanna félagsins beint í æð eftir að hafa lotið í lægra haldi gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain nokkuð örugglega á heimavelli. Fótbolti 4. september 2023 16:01
Juan Mata skrifar undir í Japan Knattspyrnumaðurinn Juan Mata, fyrrverandi leikmaður Chelsea, Manchester United og spænska landsliðsins, er genginn í raðir Vissel Kobe í Japan. Fótbolti 4. september 2023 15:31
Lexi Potter sú yngsta til að skrifa undir atvinnumannasamning Lexi Potter varð í gær sú yngsta frá upphafi til að skrifa undir atvinnumannasamning í enska boltanum. Fótbolti 4. september 2023 15:00
Ræddu stöðu KA: „Framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði“ Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 4. september 2023 13:31
Landsliðsmaður Panama skotinn til bana Gilberto Hernández, landsliðsmaður Panama, var í gær skotinn til bana í borginni Colón í heimalandi sínu. Hann var 26 ára gamall þegar hann lést. Fótbolti 4. september 2023 13:00
Lagði sitt mat á umdeild atvik úr stórleik helgarinnar Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn. Enski boltinn 4. september 2023 12:24